2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Breytinga þörf í skákheiminum

Skyldulesning

Breska skákkonan Tallulah Robs.

Breska skákkonan Tallulah Robs.

Tallulah Robs, ung bresk skákkona sem vakti athygli á áreitni í sinn garð auk annarra á Reykjavíkurskákmótinu, segist hafa mætt miklum skilningi af hálfu Skáksambands Íslands eftir að hún vakti athygli á málinu á Twitter. Hún byrjaði að tefla í miðjum faraldri og var Reykjavíkurskákmótið fyrsta alvörumótið sem hún tók þátt í.

Robs ræddi við Morgunblaðið og birtist viðtal við hana þar í dag.

„Minn skákklúbbur heima við er mjög lítill og þar hafa konur alltaf verið hvattar til þátttöku. Á Reykjavíkurskákmótinu sýndu langflestir góða framkomu og vilja vinna að sama markmiðinu; að skapa öruggan stað til þess að stunda íþróttina. Því miður eru samt til karlmenn í skáksamfélaginu sem sýna manni vanvirðingu. Næstum hver einasta kona sem ég þekki í skák hefur upplifað áreitni af hálfu karlmanns, annaðhvort á netinu eða á móti. Það sýnir bara hvað nokkur skemmd epli geta valdið miklum skaða þegar það er ekki tekið á þessu,“ segir hún.

Hún heldur úti skákstreymi á Twitch þar sem meirihluti notenda er karlkyns. Langflestir þar sýni henni stuðning en þó séu alltaf tröll inni á milli.

„Ég vonaði og bjóst við því að það væri bara eitthvað sem fylgir því að tefla á netinu. En því miður þá er svona fólk til í raunheimum líka,“ segir hún. Skáksamband Íslands fundaði um málið og liggur fyrir að boðleiðir verða einfaldaðar á næsta Reykjavíkurmóti, fyrir þá sem vilja tilkynna ósæmilega hegðun.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir