1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Breytingar á heila í kjölfar Covid

Skyldulesning

Bresk rannsókn sem framkvæmd var á fólki sem fengið hefur Covid, sýnir að breytingar verða á heilavef hjá þeim sem fá veiruna. Bæði er um að ræða staðbundnar breytingar en einnig minnkað rúmmál heilans. Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, er gestur Dagmála í dag og ræðir í þættinum eftirmál Covid.

Rannsóknin sem Stefán vitnar til er sérlega merkileg en breskir vísindamenn bjuggu til tvo hópa fólks sem hafi verið tekin sneiðmynd af heila, áður en til Covid kom. Sneiðmyndir sem teknar voru nýlega sýna merki um breytingar á heilavef og rúmmáli heila, þeirra sem fengu Covid.

Stefán ræðir einnig í þætti dagsins hvaða langtíma kvilla Covid sjúklingar hafa verið að glíma við og hvernig hægt er að meðhöndla þá.

Hann nefnir sérstaklega til sögunnar þolinmæði og skilning, bæði aðstandenda og ekki síður atvinnuveitenda. Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt greinir hann frá bresku rannsókninni. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir