6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Bríet beitt fjárkúgun

Skyldulesning

Söngkonan Bríet.

„Þeir segja að ég fái aðganginn til baka ef ég borga þeim peninga,“ segir söngkonan Bríet í samtali við mbl.is Vísar hún þar til þjófnaðar á instagramaðgangi hennar í gær, en ekkert hefur gengið að ná honum til baka. 

Aðgangur Bríetar var hakkaður, en ljóst er að tölvuárásin kemur að utan. Aðspurð segir hún að fjárhæðin sem óskað hefur verið eftir sé ekki há. „Þetta er ekki mikið, en það breytir engu því ég fæ hann ekkert til baka.“

Ekki er lengur hægt að finna aðgang Bríetar á samfélagsmiðlinum. Aðspurð segist hún vera að skoða leiðir til að ná honum til baka. 

HJÁLP !! þekkir einhvern hakkara eða mjög klárt tölvufólk sem gæti hjálpað mér að ná instagram accountinum mínum til baka!? minn var hakkaður og núna er verið að blackmaila mig

Posted by Bríet Ísis Elfar on Föstudagur, 27. nóvember 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir