Brighton gerði leikmann Watford að þeim dýrasta í sögunni – DV

0
69

Brighton hefur fest kaup á Joao Pedro frá Watford. Er hann um leið orðinn dýrasti leikmaður í sögu Brighton.

Pedro er 21 árs gamall sóknarmaður og hefur verið hjá Watford í þrjú og hálft ár. Hann getur spilað sem fremsti maður, úti á kanti og fyrir aftan framherja.

Greiðir Brighton 30 milljónir punda fyrir hann sem er það mesta í sögu félagsins.

Hinn brasilíski Pedro skrifar undir fimm ára samning við Brighton. Hann gengur formlega í raðir félagsins í sumar.

Pedro hefur skorað 11 mörk á þessari leiktíð í B-deildinni. Watford er þar í þrettánda sæti þegar einn leikur er eftir.

Brighton hefur verið að gera frábæra hluti undanfarin ár. Liðið er á góðri leið með að tryggja sér Evrópusæti og á meira að segja enn möguleika á Meistaradeildarsæti fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið er afar vel rekið og hefur verkefnið á suðurströnd Englands án efa heillað Pedro.

Enski boltinn á 433 er í boði