6 C
Grindavik
1. desember, 2020

Brighton sigraði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni

Skyldulesning

Aston Villa tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna í Brighton.

Danny Welbeck kom Brighton yfir á 12. mínútu leiksins. Ezri Konsa jafnaði metin fyrir heimamenn á 47. mínútu.

Solly March skoraði sigurmarkið á 56. mínútu.

Tariq Lamptey leikmaður Brighton fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.

Þetta var annar sigurleikur Brighton á tímabilinu.

Eftir leikinn er Aston Villa í sjötta sæti með 15 stig og Brighton í 16. sæti með níu stig.

Aston Villa 1 – 2 Brighton


0-1 Danny Welbeck (12′)


1-1 Ezri Konsa (47′)


1-2 Solly March (56′)


Rautt spjald: Tariq Lamptey, Brighton (90+1′)

Innlendar Fréttir