5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Brim gagnrýnir eftirlitið

Skyldulesning

Guðmundur Kristjánsson í Brimi.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims, var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði aðalfund fyrirtækisins síðdegis í gær.

Gagnrýndi hann þar Samkeppniseftirlitið (SKE) harkalega og fullyrti að með framgöngu sinni væri stofnunin endurtekið að veikja samkeppnishæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja sem ættu í harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum.

Guðmundur er þriðji forstjóri félags sem skráð er í Kauphöll Íslands sem á skömmum tíma stígur fram með alvarlegar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar.

Segir Guðmundur SKE sjá ástæðu til „að tefja eðlilega og sjálfsagða viðleitni fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi til að styrkja sig í erfiðri samkeppni á erlendum mörkuðum með afurðir sínar með tilefnislausum bréfaskriftum, fyrirspurnum og lagalegum vífilengjum án þess nokkru sinni að þurfa að sýna fram á hvaða hagsmuni eftirlitið sé að verja“. Vísar hann þar m.a. til þess að miklar tafir hafi orðið á samþykki SKE á kaupum Brims á sjávarútvegsfyrirtækjunum Kambi og Grábrók á nýliðnu ári og að afleiðing þess hafi orðið „tjón fyrir öll félögin og starfsfólk þess“.

 Ávarp Guðmundar Kristjánssonar má finna í heild sinni hér.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir