6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Brim hagnaðist um 4,5 milljarða

Skyldulesning

Höfuðstöðvar Brims.

mbl.is/Hari

Brim hagnaðist um 29,4 milljónir evra á síðasta ári eða um í kringum 4,5 milljarða króna. Til samanburðar nam hagnaðurinn 34 milljónum evra árið áður.

Rekstrartekjur Brims á síðasta ári voru 292,4 milljónir evra, samanborið við 261,3 milljónir evra árið 2019, að því er segir í tilkynningu.

Heildareignir við árslok voru 765 milljónir evra, samanborið við 700,7 milljónir evra í árslok 2019. Þessa aukninu má að mestu rekja til kaupa á Fiskvinnslunni Kambi.

Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 7,9 milljónum evra, samanborið við 5,5 árið 2019. Rekstartekjur á fjórða ársfjórðungi námu 78,7 milljónum evra, samanborið við 90,8 árið 2019.

Covid-19 hafði mikil áhrif

Fram kemur í tilkynningunni að kórónuveirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á starfsemi félagsins í fyrra. Starfsfólk hafi verið undir miklu álagi en staðið sig vel við að halda rekstrinum gangandi.

Tekjur af botnfiski minnkuðu á milli ára, bæði vegna áhrifa frá heimsfaraldrinum og endurnýjunar á botnfiskvinnslu. Heildartekjur jukust vegna sölufélaga í Asíu en tekjur þeirra skiluðu sér til samstæðunnar allt árið 2020 en aðeins á fjórða ársfjórðungi árið 2019.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásættanleg afkoma 

„Afkoman á árinu 2020 er ásættanleg í ljósi aðstæðna. Covid-19 hafði mikil áhrif á alla starfsemi félagsins. Styrkur Brims kom vel í ljós því að þrátt fyrir lokanir og samgönguhöft í öllum heimsálfum gátu viðskiptavinir félagsins treyst á afhendingu gæðafisks frá félaginu,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í tilkynningunni.

„Starfsfólk félagsins sem var undir miklu álagi og stóð sig mjög vel við erfiðar aðstæður. Brim veiddi allar fisktegundir sem eftirspurn var eftir og vann þær og seldi á mörkuðum um allan heim. Tekjur af veiðum og vinnslu botnfisks dróst saman vegna Covid-19 og vegna lokunar á fiskvinnslu félagsins í Reykjavík í nokkra mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og í því ljósi er afkoma félagsins viðunandi,“ segir hann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir