7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Brjálaður maður sveiflaði hrífuskafti í samkvæmi á Selfossi – Sakfelldur fyrir líkamsárás, eignaspjöll og hótanir

Skyldulesning

Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem trylltist í samkvæmi á Selfossi árið 2017.

Maðurinn hafði mætt óboðinn í samkvæmi á Selfossi eftir að hafa farið á uppistand með unnustu sinni á Hótel Selfossi. Eftir uppistandið varð hann viðskila við unnustuna og endaði í umræddu samkvæmi.

Eftir smá stund ákvað húsráðandi að nú væri tími til að skella sér á skemmtistaðinn Frón, en ákærði kærði sig ekki um það og neitaði að yfirgefa samkvæmið, enda þótti honum samkvæmið skemmtilegt og miðað við framburð vitna fyrir dómi var maðurinn líkast til bannaður á Frónni.

Í kjölfarið var maðurinn gripinn mikilli bræði. Hrinti hann konu á gluggakistu, dró hana utan dyra og gekk þar í skrokk á henni. Reyndu aðrir gestir að stilla til friðar, en án árangurs.

Var ákærði þarna orðinn verulega æstur. Hann féll aftur fyrir sig og varð svo fyrir sólstól sem einn gestur henti í hann til að koma í veg fyrir að hann kæmist aftur inn í húsið.

Við þetta varð ákærði enn æstari og greip hrífu, braut hana og sveiflaði í kringum sig með þeim afleiðingum að hann handleggsbraut aðra konu sem stóð þar hjá.

Eftir að lögreglu bar að garði sendi hann svo konunni sem hann réðst fyrst á ógnandi skilaboð.

Ákærði neitaði sök að öllu leyti nema einu. Hann viðurkenndi að hafa brotið hrífuna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir