Bronsaldarfólk herti stál rúmlega 1.000 árum áður en Rómverjar gerðu það – DV

0
100

Greining fornleifafræðinga á 2.900 ára gömlum útskurði frá Íberíuskaga sýna að forfeður okkar gerðu stál miklu fyrr en áður var talið. Live Science segir að útskurðurinn, sem er 2.900 ára gamall, hafi fundist á steinminnisvarða þar sem nú er Portúgal. Niðurstaða nýju rannsóknarinnar sýnir að aðeins var hægt að gera þennan útskurð með stálverkfærum.

Niðurstaðan bendir til að stál hafi verið framleitt á síðustu bronsöld, löngu áður en Rómverjar náðu góðum tökum á stálframleiðslu.

Ralph Araque Gonzalez, fornleifafræðingur við háskólann í Freiburg og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í yfirlýsingu að íbúar á Íberíuskaga á síðustu bronsöld hafi getað hert stál, að öðrum kosti hefðu þeir ekki getað gert minnisvarðann.