1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Brot á fjöldatakmörkunum í verslunarmiðstöðvum dag eftir dag

Skyldulesning

Verslunarkjarnar, þar á meðal Smáralind og Kringlan, eru ekki með neinar undanþágur á fjöldatakmörkunum sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra. Þar eiga sér stað brot á samkomutakmörkunum dag eftir dag. Það dugar ekki að setja mörk í verslanirnar, alrýmið er lokað rými, eitt rými og ekki með undanþágu. Þar eru mörg hundruð manns alla daga vikunnar sem er brot á reglunum. Þarna klikkaði ráðherra eða kaus að láta undan pressu verslunareigenda eða ekki með á nótunum. Á sama tíma eru margir skólar lokaðir. Skv. upplýsingum frá Almannavörnum er litið á verslunarmiðstöðvar (alrýmið) sem „opið rými“. Það er auðvitað þvæla, það dugar ekki að „líta á lokað rými sem opið“ og málið leyst! 

Fékk þetta svar líka frá heilbrigðisráðuneytinu:

,,Fjöldatakmarkanir eiga m.a. við um tónleikasali og íþróttasali, en slík húsnæði eru lokuð þar sem þær byggingar eru ekki hluti af ómissandi innviðum. Aftur á móti er litið svo á að verslunarmiðstöðvar séu hluti ómissandi innviða enda eru þar seldar nauðsynjar. Það er þannig að ekki geta allir gert innkaup sín á netinu og því er opið. Hver verslunareigandi ber ábyrgð á sóttvörnum innan verslunar og viðskiptavinir bera ábyrgð á eigin athöfnum á leiðinni til og frá versluninni. „

Það er sem sagt litið á verlsunarmiðstöðvar sem ómissandi innviða. Ath. að allt sem er þar inni er hægt að sækja annars staðar, apótek, matvöruverslanir o.fl. Fatabúðir eru ekki nauðsynlegar.

Undanþágur eru þessar og þar með ekki til verslunarmiðstöðva:

,,Reglugerðin tekur hvorki til alþjóðaflugvalla og -hafna, né til loftfara og skipa í millilandaferðum og skipa sem stunda fiskveiðar. Einnig tekur reglugerðin ekki til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og annarra sambærilegra stofnana, en þær skulu setja sérreglur um sóttvarnir.“


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir