8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Brot á sóttvarnalögum – Hraðakstur og ökumenn í vímu

Skyldulesning

Lögreglunni var tilkynnt um hugsanleg brot á sóttvarnalögum á tveimur veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi. Skýrsla var skrifuð um annað málið en enginn var á hinum veitingastaðnum þegar lögregluna bar að garði. Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Akstur tveggja ökumanna, sem höfðu verið sviptir ökuréttindum, var stöðvaður síðdegis í gær. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi.

Afskipti voru höfð af tveimur aðilum í gærkvöldi sem eru grunaðir um eignaspjöll. Þeir fóru ferða sinna eftir viðræður við lögregluna.

Maður var handtekinn í íbúðarhúsi í miðborginni en hann var í annarlegu ástandi og var því fluttur í fangageymslu.

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Garðabæ og í Árbæjarhverfi í gærkvöldi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir