Brotist inn til Hildar – Vísir

0
101

Innlent

Brotist inn til Hildar Hildur Guðnadóttir segir að hljóðfæri sínu hafi verið stolið. Getty/Gilbert Flores Brotist var inn til óskarsverðlaunahafans Hildar Guðnadóttur í Berlín. Hildur segir innbrotsþjófinn hafa stolið hljóðfæri sem hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana en sé verðlaust fyrir þjófinn. Hún óskar eftir hjálp við að finna hljóðfærið.

„Einhver braust inn og stal hljóðfærinu mínu. Það hefur gífurlegt tilfinningalegt gildi fyrir mig en er einskis virði fyrir þann sem er með það núna,“ segir Hildur í færslu sem hún birtir á Twitter-síðu sinni í dag. 

Hildur útskýrir hvers vegna hljóðfærið er verðlaust fyrir þjófinn. Það sé ónothæft, rafmagnið í því virki ekki því það vantar magnara og fleira í það.

„Hjálpið mér að finna það!“ segir Hildur í lok færslunnar og óskar eftir því að fólk deili henni áfram.

Berlin music community – PLEASE HELP!!
Someone just broke in and stole my instrument. It has a huge emotional value to me, but it is worthless to whoever now has it, as none of the electronics will work without the accompanying amplifiers etc. Please share this & help me find it! pic.twitter.com/JlvuHx4np0

— Hildur Gudnadottir (@hildurness) May 13, 2023 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið