Brottför frestað….

0
172

Brottför frestað….

November 20 21:51 2012

Ákveðið hefur verið að fresta brottför sem átti að vera kl 18.00 þriðjudag vegna veðurs. Útlitið næstu daga er ekki gott og var tekin sú ákvörðun að bíða átekta og skipverjar verða látnir vita þegar haldið skal til hafs að nýju í síðustu veiðiferðina á þessu ári.

Þeir sem búa annarsstaðar en á Ísafirði og koma lengst frá, þurfa því að hreiðra um sig um borð. Eins og á myndum má sjá væsir ekki um þá, sumir meira að segja komnir í kunnuglegar stellingar.