Brúðkaupsmyndin sem sigraði heiminn – Þú hlærð þegar þú sérð ástæðuna – DV

0
109

Þegar Michelle Hall, sem býr í Bandaríkjunum, gekk að eiga sinn heittelskaða var að sjálfsögðu tekin brúðkaupsmynd af brúðhjónunum og þeim er standa þeim næst. Óhætt er að segja að dóttir Michelle hafi stolið senunni á myndinni. Huffington Post skýrir frá þessu.

„Ég safnaði fólki saman til að taka formlega mynd eins og ég geri í öllum brúðkaupum. Ég bað brúðgumann og brúðina um að kyssast,“ sagði Leah Bullard ljósmyndari og bætti við: „Litla stelpan hafði kallað sig brúði allan daginn, hún gekk út frá að ég ætti við hana og hún kyssti því líka. Þetta var minnisverð stund þar sem allir sprungu úr hlátri.“

Eins og sést á myndinni þá rak stúlkan unga hringberanum rembingskoss.

Brúðarmærin unga var fljót að hlýða ljósmyndaranum. Mynd:Facebook