4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Brúnegg stefna RÚV fyrir fjögurra ára gamla umfjöllun – „Við gerum ekkert á meðan“

Skyldulesning

Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, greindi frá því í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að Brúnegg hefði stefnt RÚV, Tryggva Aðalbjörnssyni og Matvælastofnun vegna umfjöllunar um fyrirtækið í Kastljósi fyrir rúmlega fjórum árum síðan.

Í umfjölluninni kom fram að Matvælastofnun teldi Brúnegg hafa blekkt neyt­endur í mörg ár með því að halda því fram að eggjaframleiðslan væri vistvæn og varphænur fyrirtækisins gengu um frjálsar. Kastljós fékk gögn Matvælastofnunar í hendurnar, en í þeim kom í ljós að Brúnegg hefði í meira en áratug ekki uppfyllt skilyrði til að merkja vörur sem vist­væn­­­­ar.

Í kjölfar umfjölluninar virtust neytendur ekki lengur vilja eggin frá Brúnegg og lagðist salan á þeim næstum því öll af. Það varð til þess að Brú­negg var tekið til gjald­þrota­skipta árið 2017.

„Við gerum ekkert á meðan“

Í morgunútvarpinu sagði Þóra að hún væri nú með 45 blaðsíðna stefnu á hendur RÚV og Tryggva Aðalbjörnssyni og Matvælastofnun frá eigendum Brúneggja.

„Ég veit ekki hvort hlustendur muni eftir Brúneggjamálinu, en það var fjallað um fyrirtækið í nóvember 2016. Það fór á hausinn í kjölfarið, vegna þess að neytendum var misboðið. Þarna er verið að stefna bæði okkur og MAST, en þeim er stefnt meðal annars fyrir að veita okkur upplýsingar, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði eftir mikla þrautseygju frá Tryggva að fá upplýsingarnar. Það voru skoðunarskýrslur og myndbönd og annað sem sýndi hvernig ástandið hafði verið þarna árum saman.“

Þóra sagði málaferli sem þessi þau hafa erfið áhrif á vinnuna, en nú þyrfti að liggja yfir þessu máli í nokkrar vikur, og á meðan yrðu engar fréttir skrifaðar.

„Núna eru þetta nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við framleiðum engar fréttir á meðan. Við gerum ekkert á meðan.“ sagði Þóra og bætti við: „auðvitað stendur RÚV með okkur alla leið, við eigum öll gögn, við eigum þetta allt, en bara ofboðsleg handavinna og við gerum ekkert annað á meðan. Ég hef engar áhyggjur af málsókninni, ekki nokkrar.“

Hún sagði að umfjöllunin hefði verið gríðarlega vel unnin, og vel yfirfarinn af lögfræðingum. Þetta væri þó mikil aukavinna sem hann þætti vera óþarfi. Þóra sagði að fólk hefði auðvitað rétt á sækja rétt sinn fyrir dómstóla, ef það tledi á sér brotið, en í þessu máli væru ekki forsendur fyrir því að hennar mati.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir