10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

„Bruno er stórt vandamál fyrir Manchester United“

Skyldulesning

Bruno Fernandes átti ekki nógu góðan leik er Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Paul Scholes tók Bruno fyrir í settinu hjá BT Sport eftir leikinn og sagði leikmanninn vera vandamál fyrir Rangnick og Manchester United.

„Eins og Bruno er hæfileikaríkur þá held ég hann sé vandamál. Þegar hann kom fyrst til Englands þá skoraði hann svo mikið af flottum mörkum og átti margar stoðsendingar. En hann er úti um allan völlinn,“ sagði Scholes við BT Sport.

„Rangnick reyndi að byrja með 4-3-3, Scott McTominay aftar og Fernandes og Pogba framar. En það gengur illa þegar Fernandes heldur ekki stöðu. Bruno er stórt vandamál fyrir Manchester United.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir