7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Brynjar segist hafa orðið fyrir þyngstu refsingunni – „Menn eru ekki til friðs og með stæla“

Skyldulesning

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki mætt á nefndarfundi hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í rúmlega mánuð. Brynjar situr í nefndinni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en hann vill fá að hætta í nefndinni og hefur óskað eftir því að fá að gera það.

Brynjar tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Þar líkti hann nefndarsetunni við refsingu. „Ef menn eru ekki til friðs og með stæla í þingflokkum er beitt margs konar refsingum. Sumar eru vægar sem hægt er að afbera sæmilega en aðrar þyngri og jafnvel óbærilegar,“ segir Brynjar.

„Þyngsta refsingin, og sú sem oftast er hótað að beita þegar mikið liggur við, er að vera settur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins undir formennsku helstu spekinga í mannréttindafræðum úr hópi stjórnarandstæðinga.“

Þá segir Brynjar það vera algengt að fólk komi sér undan afplánun með ýmsum leiðum. „Flótti er þekkt úrræði og hafa verið gerðar margar bíómyndir um flótta. Annar möguleiki er bara að mæta ekki í afplánun, sem stundum er kallað skróp. Sjálfur hef ég beitt skróp aðferðinni en ég vissi ekki fyrr en nýlega að það flokkast undir einelti.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir