5 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Brynjar um endalok vinsæla þáttarins – „Kannski er RÚV bara í pólitík“

Skyldulesning

Einn vinsælasti þáttur Rásar 2 söng sinn svanasöng í gærmorgun. Um er að ræða útvarpsþáttinn Morgunkaffið sem var í umsjón Gísla Marteins Baldurssonar og Bjargar Magnúsdóttur.

Gísli greindi frá því á Twitter-síðu sinni í vikunni að þátturinn í dag væri sá síðasti. „Við Björg verðum með tárin í augunum að spila peppuð og óleiðinleg jólalög. Er eitthvað sem hlustendur þáttarins vilja sérstaklega heyra að skilnaði?“ skrifaði Gísli á Twitter og vakti mikil viðbrögð. Fjöldinn allur af fólki þakkaði þeim fyrir þættina.


Sorglegt að heyra. Eins að Jón Ólafs sé bara í rauðabítið og farinn úr loftinu þegar maður skríður framúr. Ykkar verður saknað á mínu heimili,“ skrifaði skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm til dæmis.

Lesa meira: Einn vinsælasti þátturinn lagður niður – „Með tárin í augunum“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður seint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann tjáði sig í dag um endalok útvarpsþáttarins. „Nú hefur verið sett í gang áfallateymi vegna þess að RÚV hefur ákveðið að taka af dagskrá morgunþátt Gísla Marteins og Bjargar í sparnaðarskyni,“ sagði Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það er almennt ekki mikil hlustun á þætti á Rás 2 en mér skilst að einna helst sé hlustað á þennan þátt. Það er einhver framsóknarmennska í þessu og minnir á þegar Kaupfélögin neituðu að hafa í hillum sínum vinsælar vörur – það var tilgangslaust þar sem þær seldust strax upp En kannski er RÚV bara í pólitík eins og við hin.“

Innlendar Fréttir