6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Brýnt að finna lausn á ökutækjamálum

Skyldulesning

Mynd frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Síðan myndin …

Mynd frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Síðan myndin var tekin hefur Jón Þór Ólafsson tekið við sem formaður.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við skýrslu Ríkisendurskoðanda um starfsemi ríkislögreglustjóra segir meirihlutinn brýnt að fundin verði viðunandi lausn til frambúðar í ökutækjamálum lögreglunnar.

Þar segir einnig að sú ráðstöfun að leggja niður bílamiðstöðina áður en ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag ökutækja lögreglu lægi fyrir hafi verið umhugsunarverð.

Undir meirihlutaálit stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar rita allir nefndarmenn að Brynjari Níelssyni undandskildum en hann hefur áður lýst því yfir að hann sé hættur að mæta á fundi nefndarinnar enda telji hann þá tilgangslausa.

Notkun leigðra tækja umhugsunarverð

Ríkisendurskoðandi benti á í skýrslu sinni að tiltekin sjónarmið mæli með því að ýmsum verkefnum bílamiðstöðvarinnar verði áfram sinnt miðlægt.

„Þá deilir meiri hlutinn þeirri skoðun Ríkisendurskoðunar að það sé umhugsunarvert að lögreglan notist í vaxandi mæli við leigð ökutæki í störfum sínum. Mikilvægt er að öll slík ökutæki séu þannig úr garði gerð að öryggi lögreglumanna sé sem best tryggt,“ segir í áliti meirihluta.

Innlendar Fréttir