BSRB boðar til verk­falla í sex sveitar­fé­lögum til við­bótar – Vísir

0
123

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 12:39

Yfir­gnæfandi meiri­hluti fé­laga BSRB í sex sveitar­fé­lögum sam­þykkti boðun verk­falls í at­kvæða­greiðslum sem lauk nú á há­degi.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Um er að ræða Hafnar­fjörð, Reykja­nes­bæ, Ár­borg, Ölfus, Hvera­gerði og Vest­manna­eyjar. Áður höfðu að­gerðir verið boðaðar í Kópa­vogi, Garða­bæ, Mos­fells­bæ og á Sel­tjarnar­nesi.

„Fé­lags­fólk okkar virðist hafa verið löngu til­búið í verk­föll, fólk ætlar ekki að láta þetta mis­rétti yfir sig ganga ofan á allt og er til­búið til að leggja niður störf til að knýja fram rétt­láta niður­stöðu,“ er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dóttir, for­manni BSRB, um kosninguna.

„Sveitar­fé­lögin hafa þó enn tæki­færi til að sjá að sér og koma til móts við starfs­fólk sitt en hingað til hefur samnings­viljinn verið enginn,“ segir Sonja.

Þátt­taka var mjög góð í öllum sveitar­fé­lögum eða frá 72 til 90 prósent. Í Hafnar­firði sam­þykktu 95,36 prósent verk­falls­boðun, í Reykja­nes­bæ voru það 97,97 prósent, í Ár­borg 87,69 prósent, í Ölfusi 90,91 prósent, í Hvera­gerði 91,55 prósent en í Vest­manna­eyjum var at­kvæða­greiðslan tví­þætt og sam­þykktu 100 prósent fé­lags­manna verk­falls­boðun í báðum at­kvæða­greiðslum, að því er segir í til­kynningunni.

Yfir 1500 BSRB fé­lagar leggja því að ó­breyttu niður störf í maí og júní hjá 10 sveitar­fé­lögum. Gangi ekki að semja verður gripið til enn frekari að­gerða. Ljóst er að verk­föllin munu hafa veru­leg á­hrif á leik- og grunn­skóla, frí­stundar­mið­stöðvar og hafnar­starf­semi.