7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Búið að ákæra Cavani

Skyldulesning

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út ákæru á hendur Edinson Cavani framherja Manchester United, vegna færslu sem hann setti á samfélagsmiðla.

Cavani skrifaði orðið „Negrito“ þegar hann endurbirti mynd frá félaga sínum. Cavani hafði þá skorað tvö mörk í dramatískum 2-3 sigri Manchester United gegn Southampton

Enska sambandið byggir ákæru sína á því að orðið sé rasískt.. Við myndina sem vinur hans hafði birt skrifaði Cavani ‘Gracias negrito.’. Bein þýðing á því væri „Takk svarti“.

Í Suður-Ameríku er „negrito“ oft notað yfir nána ástvini. Cavani eyddi myndinni skömmu síðar.

Cavani hefur til 4 janúar til að svara ákæru enska sambandsins og fer því ekki í bann fyrr en á nýju ári.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir