8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Búið að draga í riðla fyrir undan­keppni HM 2022 í Katar

Skyldulesning

Búið er að draga í riðla fyrir undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Ísland leikur í J-riðli en fjöldi áhugaverðra leikja verða í undankeppninni. Hér að neðan má sjá alla riðlana.

Drátturinn fór fram á nýja Al Bayt-leikvanginum í Katar og voru það fyrrum knattspyrnumennir Daniele De Rossi [Ítalía] og Rafael van der Vaart [Holland] sem hjálpuðu til við dráttinn. 

Byrjað var að draga úr fyrsta styrkleikaflokki. Alls eru 55 þjóðir eru í pottinum, þeim var skipt niður í tíu riðla en aðeins fimm lið eru í sjötta styrkleikaflokki og því verða bara fimm lið í helmingi riðlanna. 

Riðlar A til E verða með fimm lið en riðlar F til J verða með sex lið en þrettán laus sæti eru á HM í Katar 2022.

Ísland leikur í J-riðli ásamt Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Meira um það hér.

Undankeppni mun fara fram frá mars til nóvember 2021 en úrslitakeppnin í Katar hefst síðan 21. nóvember 2022.

Riðlar undankeppninnar

A-riðill: Portúgal, Serbía, Írland, Lúxemborg og Aserbaídsjan.

B-riðill: Spánn, Svíþjóð, Grikkland, Georgía og Kósovó

C-riðill: Ítalía, Sviss, Norður-Írland, Búlgaría og Litáen

D-riðill: Frakkland, Úkraína, Finnland, Bosnía og Hersegóvína og Kasakstan.

E-riðill: Belgía, Wales, Tékkland, Hvíta-Rússland og Eistland

F-riðill: Danmörk, Austurríki, Skotland, Ísrael, Færeyjar og Moldóva.

G-riðill: Holland, Tyrkland, Noregur, Svartfjallaland, Lettland og Gíbraltar.

H-riðill: Króatía, Slóvakía, Rússland, Slóvenía, Kýpur og Malta.

I-riðill: England, Pólland, Ungverjaland, Albanía, Andorra og San Marínó.

J-riðill: Þýskaland, Rúmenía, Ísland, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir