5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Búinn að skila minnisblaði til ráðherra

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 30.11.2020
| 9:57

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með endurskoðuðum tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum.

Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, við mbl.is.

Núverandi reglugerð rennur út á miðvikudaginn. 

„Það yrði mjög erfitt að setja strang­ari fjölda­tak­mark­an­ir. Þetta er ansi strangt nú þegar. Það er ekki mikið rúm til að fara í eitt­hvað þrengra,“ sagði Þórólfur við mbl.is í gær. Bætti hann við að fara verði hægt í allar tilslakanir. 

Innlendar Fréttir