4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Bull og vitleysa

Skyldulesning

Thomas Tuchel ræðir við Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, eftir …

Thomas Tuchel ræðir við Harry Maguire, fyrirliða Manchester United, eftir leikinn umrædda í gær.

AFP

Paul Scholes var harðorður í garð Thomas Tuchels, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir leik Chelsea og Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í London í gær.

Scholes, sem lék með United í tuttugu ár og varð ellefu sinnum Englandsmeistari með liðinu, var sérfræðingur BT Sport eftir leik.

Tuchel mætti í viðtöl eftir leik og lýsti leiknum sem hágæðaleik milli tveggja mjög sterkra liða sem væru að berjast á toppi deildarinnar.

„Mér heyrist á öllu að Tuchel hafi verið að horfa á allt annan leik í iPadinum sínum,“ sagði Scholes eftir leik.

„Hann talar um hágæðaleik sem er bull og vitleysa. Leikmenn komu sér hvað eftir annað í álitlegar stöður en alltaf var það síðasta sendingin sem var að klikka.

Auðvitað voru gæðamiklir leikmenn á vellinum og allt það en mér fannst þeir aldrei komast nálægt því að sýna sitt besta,“ bætti Scholes við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir