Burnley og Wolves, mættust í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Wolves. Jóhann Berg Guðmundsson, var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla.
Það var Ashley Barnes sem kom Burnley yfir með marki á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá Charlie Taylor.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 51. mínútu. Þá skoraði Chris Wood, annað mark Burnley og kom þeim í þægilega forystu.
Leikmenn Wolves náðu að minnka muninn á 89. mínútu. Þar var að verki Fábio Silva, nær komust Úlfarnir þó ekki. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Burnley.
Burnley er eftir leikinn í 16. sæti deildarinnar með 13 stig. Wolves er í 11. sæti deildarinnar með 20 stig.
Burnley 2 – 1 Wolves
1-0 Ashley Barnes (’35)
2-0 Chris Wood (’51)
2-1 Fábio Silva (’89)