-1 C
Grindavik
27. janúar, 2021

Burnley og Everton skildu jöfn – Gylfi kom inn á sem varamaður

Skyldulesning

Burnley og Everton gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið var á Turf Moor, heimavelli Burnley.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu en Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla.

Robbie Brady kom Burnley yfir með marki á 3. mínútu eftir stoðsendingu frá Ashley Westwood.

Í uppbótartíma fyrri hálfleiks náði Dominic Calvert-Lewin að jafna metin fyrir Everton með marki eftir stoðsendingu frá Richarlison.

Gylfi Þór Sigurðsson, kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Burnley er eftir leikinn í 19. sæti deildarinnar með 6 stig. Everton er í 7. sæti með 17 stig.

Burnley 1 – 1 Everton 


1-0 Robbie Brady (‘3)


1-1 Dominic Calvert-Lewin (’45+3)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir