8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Burnley upp úr fallsæti

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 21.12.2020
| 19:29

Burnley hafði betur gegn Wolves í mikilli rigningu.

Burnley hafði betur gegn Wolves í mikilli rigningu.

AFP

Burnley er komið upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 2:1-heimasigur á Wolves í dag. Burnley hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum og leikið fjóra leiki án taps eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 

Ashley Barnes kom Burnley yfir á 35. mínútu eftir undirbúning hjá Charlie Taylor og var staðan í hálfleik 1:0. Burnley tvöfaldaði forskotið á 51. mínútu er Chris Wood bætti við marki. Fábio Silva minnkaði muninn úr víti á 89. mínútu en nær komst Wolves ekki. 

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Burnley er nú í 16. sæti með 13 stig og Wolves í 11. sæti með 20 stig. 

Innlendar Fréttir