7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Burnley úr fallsæti

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 17.12.2020
| 19:51

Anwar El Ghazi reynir skot að marki Burnley í Birmingham …

Anwar El Ghazi reynir skot að marki Burnley í Birmingham í kvöld.

AFP

Burnley er komið úr fallsæti eftir markalaust jafntefli gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Villa-menn voru mun sterkari aðilinn í leiknum en liðið átti 23 marktilraunir gegn 7 marktilraunum Burnley.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla en liðið er í sautjánda sæti deildarinnar með 10 stig, stigi frá fallsæti.

Aston Villa er hins vegar í ellefta sætinu með 19 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir