Burrata pitsa sem lætur þig kikna í hnjánum – DV

0
155

Berglind Hreiðars er náttúrulega algjör snillingur og kann svo sannarlega að gleðja okkur með sínum dásamlegu uppskriftum. Hér heldur hún áfram að láta okkur slefa yfir sínum sælkera kræsingum, nú er það Burrata pitsa sem þið eigið algjörlega eftir að missa ykkur yfir.

„Burrata ostur er ein af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Berglind.

Hér kemur þessi guðdómlega uppskrift beint úr smiðju Berglindar á Gotterí og gersemar:

Burrata pitsa

Uppskrift fyrir eina pizzu (fyrir 1-2 manns)

Pitsadeig að eigin vali

Pitsaasósa að eigin vali

Oreganó krydd

Pitsaaostur frá Gott í matinn

Grænt basil pestó (nokkrar teskeiðar)

Rautt chilli pestó (nokkrar teskeiðar)

Klettasalat (1 lúka)

100 g Piccolo tómatar (skornir niður)

1 Burrata kúla frá Gott í matinn

Góð ólífuolía

Balsamik gljái

Fersk basilika (söxuð)

Hitið ofninn í 220°C og fletjið pitsadeigið út þar til það verður um 30 cm í þvermál. Komið deiginu fyrir á bökunarplötu, smyrjið pitsasósu yfir allt og setjið pitsaost og oreganó eftir smekk, brjótið næst aðeins upp á kantana. Bakið í um 15 mínútur eða þar til kantarnir gyllast vel og takið þá úr ofninum. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pitsuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum. Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamik gljáa yfir allt og loks smá basilíku.

*Allt hráefnið í þessa pitsu fæst í verslunum Bónus.