Býfluga varð hjólreiðamanni að bana – DV

0
178

Brasilíski ræðarinn Waldonilton de Andrade Reis lést nýlega, þegar hann var í hjólatúr. Hann gleypti óvart býflugu og það varð honum að bana. Hann var 43 ára. Reis var vel þekktur ræðari og andlát hans er mikið áfall fyrir brasilíska íþróttaheiminn.

Þegar hann gleypti býfluguna fékk hann mikil ofnæmisviðbrögð og lést af völdum þeirra.

Hann var með fleira fólki að hjóla en 20 mínútur liðu þar til aðstoð barst til þeirra. Hann var strax fluttur á sjúkrahús og lagður inn á gjörgæsludeild. Þar lá hann í 29 daga en á fimmtudag í síðustu viku var hann úrskurðaður látinn.

New York Post skýrir frá þessu og hefur eftir systur hans að ef hann hefði fengið nauðsynlega aðstoð strax þá hefði verið hægt að bjarga lífi hans.