Býrð þú nærri flugvelli? Þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig – DV

0
67

Í Evrópu búa 4,2 milljónir manna nærri flugvöllum. Þetta fólk býr við svo mikla hávaðamengun að það hlýtur að fara í taugarnar á því. Og það gerir það og svo mikið að hluti af þeim missir stjórn á sér og beitir aðra ofbeldi. Vísindamenn rannsökuðu þetta og birtu niðurstöður rannsóknar sinnar nýlega í Journal of Public Economics.

Í henni kemur fram að ef bakgrunnshávaði hækkar um 4,1 desíbel aukast ofbeldisverk um 6,6% á því svæði sem hávaðinn hækkar.

Þetta hefur aðallega áhrif á karlmenn og því liggur beinast við að telja að það séu aðallega karlmenn sem verða æstir vegna hávaða. Þessi aukning ofbeldisverka á sér aðallega stað á milli 6 og 18 og því er ekki hægt að kenna næturlífinu um. Þetta gerist einnig oftar á sumrin þegar fólk er meira úti við og er því útsettara fyrir hávaða.

Niðurstaða þeirra er því að þeir sem búa nærri flugvöllum og eru þar með útsettir fyrir hávaða séu líklegri til að beita ofbeldi en þeir sem búa ekki nærri flugvöllum.