Byrja að safna frjálsum framlögum

0
59

Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystri. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Það hefur staðið til frá því fyrir 2020 að taka upp gjaldtöku í Hafnarhólmann. Núna ætlum við að prófa í sumar að hafa frjáls framlög og sjá hvernig það gengur,“ segir Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar á Borgarfirði eystra, en verið er að búa til skilti með QR-kóða til framlaga.

Hann segir að heilt yfir lítist mönnum bara vel á þetta fyrirkomulag og fólk átti sig á mikilvægi þess að bærinn fái einhverjar tekjur til að standa straum af rannsóknum og uppbyggingu á staðnum.

„Heimamenn verða kannski minnst kátir ef þeir verða rukkaðir, en við vonum að frjálsu framlögin gangi vel í sumar.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.