5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Byrjuðu á Kolkugrunni og héldu svo suður í sæluna

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 23.3.2021
| 17:58

Arnar HU 1 landaði 434 tonna afla í Reykjavík í dag. Verðmæti aflans nam 115 milljónum króna.

Ljósmynd/Þorleifur Geirsson

Arnar HU 1, frystitogari Fisk seafood, kom til hafnar í Reykjavík í dag til millilöndunar. Nam aflinn 434 tonnum upp úr sjó og er verðmæti hans um 115 milljónir króna. Uppistaðan var 167 tonn af ufsa, 76 tonn af djúpkarfa og 76 tonn af gullkarfa, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar.

„Við fórum frá Sauðárkróki 6. mars, byrjuðum veiðar á Kolkugrunni en héldum svo suður í sæluna. Það var landað rúmum 13.000 kössum. Veðrið hefur verið breytilegt en leiðindasjólag síðustu daga,“ er haft eftir Guðmundi Henry Stefánssyni skipstjóra.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir