8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Byrjunarliðin í stórleik umferðarinnar: Lampard tekur á móti sínum gamla knattspyrnustjóra

Skyldulesning

Chelsea, tekur á móti Tottenham, í stórleik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 í dag, leikið verður á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Leikurinn er einvígi knattspyrnustjóranna Frank Lampard (Chelsea) og José Mourinho (Tottenham) en Lampard lék á sínum tíma undir stjórn þess síðarnefnda hjá Chelsea.

Báðum liðum hefur gengið vel upp á síðkastið í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham er í 2. sæti deildarinnar fyrir leikinn með 20 stig og geta með sigri komið sér fyrir á toppi deildarinnar. Liðið tapaði síðast í deildinni þann 13. september gegn Everton.

Chelsea situr í 4. sæti með 18 stig og getur með sigri komist upp fyrir Tottenham í deildinni og jafnað topplið Liverpool að stigum. Síðasti tapleikur Chelsea í deildinni kom þann 20. september gegn Liverpool.

Byrjunarlið Chelsea:


Mendy, James, Thiago Silva, Zouma, Chilwell, Kante, Kovacic, Mount, Ziyech, Werner, Abraham


Varamenn:


Kepa, Rudiger, Jorginho, Pulisic, Giroud, Azpilicueta, Havertz

Byrjunarlið Tottenham:


Lloris, Aurier, Dier, Rodon, Reguilon, Hojbjerg, Sissoko, Ndombele, Son, Bergwijn, Kane

Varamenn:


Hart, Sanchez, Bale, Lo Celso, Lucas Moura, Davies, Vinicius


Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir