Söngkonan Camila Cabello er nýjasti gestur James Corden í Carpool Karaoke, sem er vinsælt innslag í spjallþæti þess síðarnefnda, The Late Late Show with James Corden, á sjónvarpsstöðinni CBS.
Carpool Karaoke sneri til baka fyrr í mánuðinum eftir tveggja ára pásu. Nicki Minaj var fyrsti gesturinn eftir hlé og fékk myndbandið yfir sjö milljónir í áhorf á YouTube.
Camila og James syngja meðal annars lögin „Havana“ og „Don‘t Go Yet.“ Þau fara einnig um víðan völl og viðurkennir söngkonan að ást hennar á Harry Styles hefði orðið til þess að hún tók þátt í X-Factor.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.