1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Camilla Rut skólar vandræðalegan Jón Axel til – „Þú veist ekkert um píkuheilsu elskan“

Skyldulesning

Útvarpsmaðurinn Jón Axel Ólafsson og áhrifavaldurinn Camilla Rut Arnardóttir virðast sjaldan vera sammála. Hvort sem það snýr að húsmæðraorlofi, unaði kvenna eða dekursturtu fyrir mæður undir álagi þá sjá þau sjaldan hlutina í sama ljósi.

Camilla Rut er tíður gestur í útvarpsþættinum Ísland vaknar á K100, þar sem Jón Axel er einn af þremur þáttastjórnendum ásamt Kristínu Sif og Ásgeiri Páli. Þar takast reglulega áhrifavaldurinn og útvarpsmaðurinn á og var gærmorguninn engin undantekning. Í þetta skipti kom Camilla Rut í þáttinn til að ræða um nýlega ákvörðun hennar um að hætta að ganga í nærbuxum. Kristín Sif tók þessa ákvörðun sjálf fyrir stuttu og sögðust þær báðar hafa gert það með heilbrigði píkunnar að leiðarljósi en einnig vegna hversu óþægilegir g-strengir eru.

Camilla Rut útskýrði í þættinum að hún hefði verið á æfingu og endaði með að fara úr nærbuxunum því þær voru svo óþægilegar. En það sé margt annað sem spilar í þessa ákvörðun. Hún opnaði umræðu fyrir píkuheilsu og nærbuxur á Instagram á dögunum og sagði að viðbrögðin leyndu sér ekki. Áhrifavaldurinn sagði að það sé sérstaklega mælt með því að sofa ekki í nærbuxum og hefur hún tekið sjálf upp á því.

„Það hefur vakið mikla lukku hjá mínum manni,“ sagði hún.

Reyndi að hlífa „greyið manninum

Kristín Sif hvatti Camillu Rut til að tala opinskátt um píkur og píkuheilsu í þættinum, en Camilla Rut virtist þekkja sinn mann því hún sagði:

„Ég er að reyna að hlífa greyið manninum sem situr á móti mér,“ og benti á Jón Axel.

Útvarpsmaðurinn furðaði sig á þessu samtali og botnaði ekkert í þessari ákvörðun þeirra um að hætta að ganga í nærbuxum.

„Við erum í útvarpi […] það er alveg óþarfi [að ræða þetta]. Maður á að vera í nærfötum,“ sagði hann.

„Þú veist ekkert um píkuheilsu elskan,“ sagði Camilla Rut.

„Ég er í smá rannsóknarvinnu [..] held ég fari milliveginn,“ sagði Camilla og útskýrði að hún muni líklegast sleppa nærbuxum á næturnar og þegar hún er í íþróttabuxum og sokkabuxum en annars nota þær.

Síðan sneru Camilla og Kristín Sif sér að umræðu um útferð og þá virtist Jón Axel endanlega missa þolinmæðina og reyndi að binda endi á þáttinn en tókst það ekki fyrr en Camilla var búin að útskýra hvað útferð er.

Horfðu á innslagið hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir