3 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

433

Meistaradeild Evrópu: Giroud tryggði Chelsea sigur með mögnuðu marki – Bayern Munchen vann Lazio

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea hafði betur gegn Atletico Madrid og Bayern Munchen átti ekki í vandræðum með Lazio. Lazio tók á móti Evrópumeisturum Bayern Munchen á Ólympíuleikvanginum í Róm. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Bayern Munchen. Robert Lewandowski kom Bayern Munchen yfir með marki á 9. mínútu. Þannig stóðu...

Fimm leikmenn sem Solskjær er sagður horfa til í sumar – Sóknarmaður efstur á lista

Ef marka má frétt The Athletic eru ekki miklar líkur á því að Manchester United reyni ekki að kaupa Jadon Sancho frá Dortmund í sumar. Manchester United eyddi öllu síðasta sumri í störukeppni við Dortmund, liðið vildi ekki borga uppsett verð en bjóst við að Dortmund myndi gefa sig. Sancho er tvítugur kantmaður frá Englandi...

Móðir Ronaldinho fallin frá eftir baráttu við Covid-19

Dona Miguelina, móðir brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Ronaldinho, er látin eftir erfiða baráttu við Covid-19 sjúkdóminn. Hún hafði verið lögð inn á Mae de Deus spítalann í Porto Alegre í desember og náði sér ekki eftir að hafa greinst með veiruna. Hún lést síðan á laugardaginn. Ronaldinho er einn dáðasti knattspyrnuleikmaður í sögu Barcelona og lék einnig með...

Woodgate stýrir Bournemouth út tímabilið hið minnsta

Jonathan Woodgate hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Bournemouth út tímabilið. Woodgate hefur verið bráðabirgðastjóri liðsins undanfarnar vikur. Woodgate tók við stjórnvölunum hjá Bournemouth eftir að Jason Tindall var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. Hann hefur stýrt liðinu í fimm leikjum, unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Forráðamenn Bournemouth skoðuðu nokkra kosti í starf knattspyrnustjóra, meðal...

Covid-19 smit í herbúðum Manchester United – Leikurinn við Newcastle fer fram

Covid-19 smit hafa greinst í herbúðum Manchester United.  Steve Bates, blaðamaður Mirror greindi frá þessum tíðindum en Manchester United hefur staðfest þau. Smitin sem greindust hjá félaginu tengjast starfsliði aðalliðsins og þurfa þeir aðilar nú að fara í einangrun. Nicky Butt og Mark Dempsey verða því hluti af starfsliði Ole Gunnar Solskjær í leiknum gegn Newcastle...

Kærasta Ronaldo situr fyrir nakin í nýju tímariti – „Lítur út eins og klámstjarna“

Georgina Rodriguez, fyrirsæta og kærasta knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo, hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum erlendis eftir að spænska útgáfan af tímaritinu InStyle kom út. Í viðtalinu opnar hún sig upp á gátt um það hvernig það er að vera maki stórstjörnunnar Ronaldo. Þá hafa myndirnar af Georginu í tímaritinu líka vakið athygli en hún...

Lengjubikarinn: Valur og Breiðablik með stórsigra – Stjarnan vann ÍA

Þremur leikjum lauk í kvöld í A-deild Lengjubikars karla. Valur og Breiðablik fóru létt með andstæðinga sína og unnu stórsigra. Þá hafði Stjarnan betur gegn ÍA. Á Eimskipsvellinum í Laugardal tóku Þróttarar á móti Breiðablik. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik og bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Brynjólfi Willumssyni, Róberti Orra Þorkelssyni...

Mikael spilaði í sigri

Mikael Neville Anderson kom inn á í 2-0 sigri Midtjylland á AAB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Aalborg Portland Park í Álaborg. Sory Kaba kom Midtjylland yfir með marki á 27. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 72. mínútu þegar Evander skoraði annað mark Midtjylland og innsiglaði 2-0 sigur liðsins. Midtjylland er...

Segir að Aubameyang hefði geta komist í ósigrandi lið Arsenal á sínum tíma

Ray Parlour, fyrrverandi leikmaður Arsenal, telur að Pierre Emerick Aubameyang, framherji liðsins, hefði geta komist í lið Arsenal sem fór taplaust í gegnum tímabilið 2003/2004. Aubameyang hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en virðist vera koma til baka. Hann skoraði þrennu í 4-2 sigri Arsenal um síðustu helgi. Framherjinn knái hefur spilað 132 leiki fyrir...

Endurhæfing Raul Jimenez gengur vel – Byrjaður að æfa

Raul Jimenez, framherji Wolves, er byrjaður að æfa aftur eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik með liðinu á síðasta ári. Raul Jimenez meiddist í leik gegn Arsenal er hann skall saman við David Luiz, varnarmann Lundúnaliðsins með þeim afleiðingum að hann höfuðkúpubrotnaði. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, staðfesti að Jimenez væri farinn að æfa aftur úti...

Fréttir