6 C
Grindavik
2. mars, 2021

bandaríkin

Látinn laus eftir 68 ár í fangelsi

Það var ekki mikið sem Joe Ligon tók með sér þegar hann gekk út úr fangelsi í Pennsylvania í Bandaríkjunum nýlega eftir 68 ár á bak við lás og slá. Hann hafði 12 kassa með sér með fátæklegum jarðneskum eigum sínum og auðvitað nýfengið frelsið. Hann á það dapurlega met að hafa setið lengst allra á bak við lás og...

Nýtt kórónuveiruafbrigði í Kaliforníu – Talið meira smitandi og valda alvarlegum veikindum

Vísindamenn hafa áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem hefur uppgötvast í Kaliforníu. Afbrigðið er nefnt B.1.427/B.1.429. Tvær rannsóknir, sem verða birtar fljótlega, benda til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og valdi jafnvel alvarlegri veikindum. CNN skýrir frá þessu.  Fram kemur að vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco hafi rannsakað veirusýni víða að úr ríkinu og komist að því að...

Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig

Um þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni. Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall...

Kuldakastið í Texas og Suðurríkjunum er hugsanlega hluti af loftslagsbreytingunum

Mikið vetrarveður með tilheyrandi kuldakasti hefur herjað á Texas og önnur ríki í sunnanverðum Bandaríkjunum síðustu daga. Tugir hafa látist og milljónir hafa verið án rafmagns og hita. Einnig hefur töluvert kuldakast verið í norðanverðri Evrópu að undanförnu. Sérfræðingar telja hugsanlegt að kuldakastið megi rekja til loftslagsbreytinganna sem eru að eiga sér stað. Flestir tengja eflaust loftslagsbreytingarnar við hækkandi...

Fyrirsæta myrt á hrottalegan hátt – Sönnunargagnið var í buxnavasa hennar

Bandarískur flutningabílstjóri hefur verið handtekinn, grunaður um morð og ósæmilega meðferð á líki. Það var fyrrum fyrirsæta sem hann er grunaður um að hafa myrt. Það var miði í buxnavasa hennar sem kom lögreglunni á spor flutningabílstjórans. New York Post skýrir frá þessu. Konan hét Rebecca Landrith og var 47 ára. Lík hennar fannst fyrir rúmri viku í vegkanti við hraðbraut í Pennsylvania....

Ákærð fyrir að hella sjóðandi vatni á kærastann – Birti upptöku á Snapchat

„Ákærurnar á hendur fröken Sykes eru mjög alvarlegar,“ sagði Robert Berlin, saksóknari í DuPage County í Illinois í Bandaríkjunum um mál Alexis Sykes, 22 ára, sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Hún er grunuð um að hafa hellt sjóðandi vatni yfir unnusta sinn á meðan hann svaf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Fram kemur...

Skotar hafa orðið af 500 milljónum punda – Vegna tolla á viskí í Bandaríkjunum

Skoskir viskíframleiðendur segjast hafa orðið af viðskiptum upp á 500 milljónir punda  vegna tolla sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt á framleiðslu þeirra. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að nýja útflutningstölur sýni að útflutningur á skosku viskíi hafi dregist saman um rúmlega þriðjung frá því að 25% tollur var lagður á það í október 2019. Tollarnir voru...

Tvær konur myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur

Þrír menn eiga ákæru fyrir morð yfir höfði sér eftir að tvær konur voru myrtar þegar áætlun um leigumorð fór út um þúfur. Tim Soignet, lögreglustjóri í Terrebonne Parish í Louisiana, skýrði frá þessu á fréttamannafundi á mánudaginn. Þar kom fram að Beaux Cormier hafi fengið þá Andrew Eskine og Dalvin Wilson til að myrða fórnarlamb nauðgunar sem ætlaði að vitna gegn honum. Cormier, Eskine og Wilson fóru til Montegut í Lousiana til...

Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum

Nú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni...

Nú þarf að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum

Frá og með klukkan 23.59 í kvöld verður skylda að nota andlitsgrímur í öllum almenningssamgöngufarartækjum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru leigubílar, strætisvagnar, flugvélar, bátar og neðanjarðarlestir. Smitsjúkdómastofnunin CDC tilkynnti þetta á föstudaginn. Í tilkynningu frá henni kemur fram að nota þurfi grímur á meðan beðið er eftir almenningssamgöngufarartækjum, ferðast með þeim og á meðan þau eru...

Fréttir