Bílar fuku af veginum í Öræfum – Vísir

0
133

Innlent

Bílar fuku af veginum í Öræfum Bílar fuku út af veginum í Öræfum. Landsbjörg Nokkur vandræði sköpuðust á Öræfu í morgun þar sem bílar fuku út af veginum vegna mikils hvassviðris. Sérstaklega var hvasst við Fjallsárlón en í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ferðafólk hafi almennt verið í vandræðum.

Meðlimir Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum og Björgunarfélags Hornafjarðar komu að aðgerðunum í morgun, þar sem þjóðveginum var lokað frá Skaftafelli að vesta og Jökulsárlóni að austan.

Að öðru leyti var lítið um vandræði vegna hvassviðrisins sem gekk yfir landið í gær og í morgun.

Sjá einnig: Björgunar­sveitirnar lausar við út­köll í hvass­viðrinu

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á mest öllu landinu vegna suðvestan hvassvirðis eða storms í gær. Viðvaranirnar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi eru í gildi til klukkan 15, Austurland að Glettingi til klukkan 14 og Miðhálendi til klukkan 18.

Mikið rok var á svæðinu.Landsbjörg Þjóðveginum var lokað vegna vinds.Landsbjörg Húsbílar voru meðal þeirra sem fuku.Landsbjörg Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið