7 C
Grindavik
23. apríl, 2021
spot_img
spot_img

bólusetningar

Innflytjendur í Bretlandi margir hverjir hikandi við að láta bólusetja sig

Í heildina hefur gengið vel að bólusetja fólk á Bretlandseyjum gegn kórónuveirunni en þó er þátttaka fólks af erlendum uppruna lítil og er það mikið áhyggjuefni. Yfirvöld telja að trúarbrögð komi hugsanlega við sögu og haldi aftur af þátttöku fólks úr þessum þjóðfélagshópum. Samkvæmt samantekt ONS, sem er breska hagstofan, þá var búið að bólusetja...

Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig

Um þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni. Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall...

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar.“

Bretum gengur ágætlega að bólusetja landsmenn og nú hafa um 16 milljónir fengið bóluefni. En heilbrigðisyfirvöld segja sigurinn ekki í höfn og sendu í vikunni frá sér aðvörun um að allt of margir láti blekkjast af röngum upplýsingum, sem eru settar fram á netinu, um faraldurinn og bóluefnin. „Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar....

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

487 manns, þar á meðal fyrrum forseti, ráðherra og embættismenn voru bólusettir gegn kórónuveirunni löngu áður en almenningi í Perú stóð til boða að fá bólusetningu. Þetta er mikið hneyksli og að vonum skekur það samfélagið þessa dagana. Francisco Sagasti, forseti landsins, skýrði frá þessu í ávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að...

Finnar fara gegn leiðbeiningum um bólusetningu gegn kórónuveirunni – Vænta þess að bjarga mannslífum með því

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, mælir með því að þrjár vikur líði á milli þess sem fólk fær fyrri og síðari skammtinn af bóluefni Pfizerog BioNTech gegn kórónuveirunni. En Finnar hafa ákveðið að fara aðra leið og láta 12 vikur líða á milli skammtanna. „Við gerum þetta því það er skortur á bóluefnum og á sama tíma sjáum við aukna hættu...

Bretar stefna að ótrúlegum árangri hvað varðar bólusetningar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sett þjóðinni það markmið að fyrir miðjan febrúar verði búið að bólusetja um 14 milljónir landsmanna gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Þetta er fólk úr viðkvæmustu hópum samfélagsins. Johnson og ríkisstjórn hans segja að til þess að þetta gangi upp verði að vinna þrekvirki. Bólusetning er talin mikilvægasta og besta leiðin út úr heimsfaraldrinum...

Þeim sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni verður hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum, segir ráðherra

Nadhim Zahawi, ráðherra bólusetninga í Bretlandi, segir að þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, verði hugsanlega meinaður aðgangur að mörgum stöðum. Til dæmis geti svo farið að sjúkrahús muni krefjast staðfestingar á að fólk hafi verið bólusett áður en það fær aðgang að þeim. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Zahawi telji það...

Reynt verður að láta bólusetningu ganga hratt fyrir sig – „Kannski tveggja til þriggja vikna verkefni“

Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er þessa dagana verið að íhuga hvernig verður best staðið að bólusetningum gegn kórónuveirunni. Á næstunni funda stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með forsvarsmönnum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best verður staðið að bólusetningu. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Ef allt gengur að óskum koma fyrstu skammtar af bóluefni til landsins á næstu...

Vilja að fólk í mikilli yfirþyngd njóti forgangs við bólusetningar gegn kórónuveirunni

Það að vera í yfirþyngd hefur í för með sér að fólk er líklegra en ella til að smitast og veikjast illa af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Af þessum sökum telja norsk heilbrigðisyfirvöld að fólk í mikilli yfirþyngd eigi að vera meðal þeirra fyrstu sem fá bóluefni gegn kórónuveirunni. NRK skýrir frá þessu. Ljóst er að ekki...

Fréttir

spot_img