3 C
Grindavik
24. febrúar, 2021

Covid-19

Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því

Tracy Latham, sem býr í Derby á Englandi, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, sé með „blóði drifnar hendur“ eftir að fjórir úr fjölskyldu hennar létust af völdum COVID-19 eftir jólin. Einn til viðbótar er þungt haldinn af sjúkdómnum. Fólkið smitaðist eftir að hafa hist um jólin en breska ríkisstjórnin slakaði mjög á sóttvarnarreglum um jólin svo fólk gæti hist í einn...

Harmleikur í Þýskalandi – Létu ekki vita af COVID-19 veikindum sínum og létust

Í Munkenreuth, sem er norðaustan við Nürnberg, fundust mæðgin látin á heimili sínu á jóladag. Þau höfðu látist af völdum COVID-19 en höfðu ekki gert neinum viðvart um að þau væru veik. Móðirin, sem var 76 ára, fannst í rúmi sínu á efri hæð hússins en sonurinn, 54 ára, fannst í hægindastól á neðri hæðinni. Bild skýrir frá þessu. Rúmlega 52.000...

Nú deyja rúmlega 100 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á hverri klukkustund

Á miðvikudaginn létust rúmlega 2.400 af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Þetta er nýtt met hvað varðar fjölda látinna á einum sólarhring. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum sýna að 2.439 dauðsföll voru skráð. Þar með komst heildartala látinna upp í 262.080. Sama daga greindust rúmlega 200.000 manns með smit. Óttast margir að gærdagurinn, en þá var þakkargjörðarhátíðin, muni verða...

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins. Ítalía var eitt þeirra vestrænu...

Fréttir