7 C
Grindavik
2. mars, 2021

Donald Trump

Af hverju hefur Trump barist svo harkalega fyrir því að halda skattaskýrslum sínum leynilegum?

Á mánudaginn hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna tilraun Donald Trump, fyrrum forseta, til að koma í veg fyrir að Cyrus Vance, saksóknari á Manhattan, fái skattaskýrslur hans afhentar sem og önnur skjöl tengd fjárhagslegum umsvifum Trump. Þetta var mikið áfall fyrir Trump sem hefur barist með kjafti og klóm til að koma í veg fyrir að Vance fái skattaskýrslur hans. En af hverju hefur Trump barist svona...

Segir að Bandaríkjaher hafi frestað stöðuhækkunum kvenhershöfðingja af ótta við viðbrögð Trump

Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu eru sagðir hafa slegið stöðuhækkunum tveggja kvenna, sem gegna stöðu hershöfðingja, á frest þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember af ótta við viðbrögð Donald Trump, þáverandi forseta. The New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirmenn hersins og Mark Esper, varnarmálaráðherra, hafi óttast að ef skýrt yrði frá stöðuhækkun kvennanna, sem eru Laura J. Richardson og Jacqueline D. Van Ovost, myndi Trump koma þeim úr embætti...

Björk segir útspil Bolla Kristinssonar ekki hafa verið stórmannlegt – „Orðum fylgja ábyrgð“

Í pistli eftir Björk Eiðsdóttur, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, fjallar hún um hatursorðræðu en pistillinn ber fyrirsögnina „Trump er víða“. Þar vísar hún til þess að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sætir nú ákæru þingsins fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á bandaríska þinghúsið en að auki er hann þekktur...

Fauci segist aldrei hafa íhugað það en eiginkonan hafi nefnt það

Anthony Fauci, fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, segir að samband hans og Donald Trump, fyrrum forseta, hafi í vaskinn strax í upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þá þurftu þeir að eiga í miklum samskiptum. Í þrjú ár vissi Trump varla hver Fauci var en það gjörbreyttist þegar heimsfaraldurinn skall á. Þetta kemur fram í viðtali The New York Times við Fauci sem er yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar. Munurinn og gjáin á milli Fauci og Trump kom...

Segir að lýðræðið hafi nærri dáið

Það eru ekki auðveld verk sem bíða Joe Biden, sem nú er tekinn við sem forseti Bandaríkjanna, og strax á fyrsta degi þurfti hann að láta hendur standa fram úr ermum. Hann hafði skipulagt sannkallaða útdælingu forsetatilskipana á fyrstu tíu dögum sínum í embætti en þær getur hann gefið út og látið hrinda í framkvæmd án...

Trump hefur rætt um að stofna nýjan stjórnmálaflokk – „Patriot Party“

Donald Trump, sem lætur af forsetaembætti í Bandaríkjunum í dag, hefur síðustu daga rætt við samstarfsfólk sitt og stuðningsfólk um að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann er sagður hafa rætt þetta við marga aðstoðarmenn sína og aðra sem standa honum nærri. Forsetinn er sagður vilja kalla flokkinn „Patriot Party“ (Flokkur föðurlandsvina). Wall Street Journal skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta...

Mike Pence vill ekki að Donald Trump verði vikið úr embætti

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er mótfallinn því að 25. viðauki stjórnarskrárinnar verði virkjaður en samkvæmt honum er hægt að víkja Donald Trump úr embætti forseta. Varaforsetinn getur virkjað ákvæðið en það vill Pence ekki gera. Samkvæmt ákvæðinu þá geta varaforsetinn og meirihluti ríkisstjórnarinnar vikið forsetanum úr embætti tímabundið. Ef varaforsetinn á síðan að geta gegnt forsetaembættinu út kjörtímabilið þurfa...

Háttsettir Repúblikanar hafa fengið nóg af Trump

Í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið í gær hafa margir Repúblikanar snúist gegn Donald Trump, forseta. Einn þeirra er Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, sem hefur verið tryggur og trúr stuðningsmaður Trump síðustu árin. Hann hefur nú fengið nóg af Trump og hefur snúið við honum baki. „Trump og ég höfum átt samleið. Mér finnst leitt að þetta skuli enda svona. En eftir daginn í...

Hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg – „Ég tek ekki þátt í þessu. Nú er nóg komið“

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í nótt niðurstöður forsetakosninganna í Arizona eftir að þingfundur hófst á nýjan leik. Gera varð hlé á þingfundi í gær þegar stuðningsmenn Donald Trump, forseta, gerðu áhlaup á þinghúsið og ruddust inn í það. Í atkvæðagreiðslunni um niðurstöðurnar í Arizona kom í ljós að meira að segja hörðustu stuðningsmenn Trump hafa fengið nóg. 93 þingmenn greiddu atkvæði með því...

Facebook og Twitter loka aðgöngum Donald Trump

Bæði Facebook og Twitter hafa lokað aðgöngum Donald Trump, Bandríkjaforseta, næstu klukkustundirnar. Í tilkynningu frá Facebook kemur fram að þetta sé gert vegna tveggja brota á reglum samfélagsmiðilsins en ekki kemur fram í hverju brotin fólust. Facebook lokar fyrir aðgang Trump í 24 klukkustundir en áður hafði Twitter tilkynnt að lokað verði fyrir aðgang Trump í 12 klukkustundir eftir að hann...

Fréttir