Erlend skip með 65 þúsund tonn af kolmunna

0
10

Christian í Grótinum hefur landað meira en tíu þúsund tonnum af kolmunna á Íslandi frá áramótum. Ljósmynd/Gungör

Íslenskir framleiðendur lýsis og fiskimjöls hafa einnig fengið töluvert af kolmunna af erlendum skipum frá áramótum, rúm 65,7 þúsund tonn samkvæmt skráningu Fiskistofu. Þar af hefur 41% aflans verið landað á Eskifirði, 40% á Fáskrúðsfirði, 4% í Neskaupstað og 15% í Vestmannaeyjum, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Kjartan Reynisson, fulltrúi framkvæmdastjóra og útgerðarstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir erfitt að spá um hversu miklu magni erlend skip muni landa til vinnslu á næstunni. „Þessi kolmunni er fenginn á uppboðsmarkaði hjá Norðmönnum og að einhverju leyti hjá Færeyingum. Maður veit aldrei að það sé komið fyrr en það er komið.“

Alls hafa 17 skip komið með 65,7 þúsund tonnin í 28 löndunum og hefur færeyska skipið Christian í Grótinum landað langmestum kolmunnaafla hér á landi meðal erlendra skipa, nemur aflinn 10.436 tonnum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Uppfært kl: 14:15. Upphaflega var ekki tölum fréttarinnar landanir á Seyðisfirði. Fréttin hefur verið leiðrétt með tilliti til þess. Vert er að geta þess að tíma tekur fyrir gögn Fiskistofu að uppfærast og geta því löndunartölur breyst milli daga.