6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Eyjan

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Nú þegar aðeins einn dag vantar upp á að rétt ár sé liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónaveirunnar SARS-CoV-19 sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi má greina jákvæðni í lofti, eða svo að minnsta kosti ráða af skrifum Jóns Þórissonar, ritstjóra Fréttablaðsins í leiðara blaðsins þessa helgina. Jón Þórisson er jafnframt yfirritstjóri...

Sjáðu listann yfir íslenska „lobbýista“ – Hverjir gæta hagsmuna hverra?

Um áramótin tóku ný lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands gildi. Í lögunum er þar meðal nýjunga að „hagsmunavörður“ er orðið skráningarskylt starf. Í lögunum er starfið skilgreint þannig að „einstaklingar sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni.“ Þessu fólki er nú...

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Lára G. Sigurðardóttir, læknir, birti pistil í dag í Fréttablaðinu um nikótínpúða og skaðsemi þeirra, þá sérstaklega þegar börn fara að neyta þeirra. Lagasetningin sem til er um þessa púða er ekki virt og því getur hver sem er selt þá, en notkun þeirra hefur aukist meðal flest allra aldurshópa hér á landi upp...

Þurfa að framvísa neikvæðu COVID-prófi á landamærum

Öllum sem koma til landsins frá og með 19. febrúar næstkomandi verður skylt að framvísa nýlegu vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar kröfu um tvöfalda skimun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Frá sama tíma verður þeim sem...

Jóhanna Vigdís segir sig úr Samfylkingunni eftir „harka­leg skila­boð“

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar, hefur sagt sig frá vara­þing­mennsku, öllum á­byrgðar­störfum innan flokksins, og úr sjálfum flokknum. Fréttablaðið greindi frá þessu í kvöld, en hún sendi flokks­með­limum bréf þar sem hún tilkynnti ákvörðun sína. Jóhanna var hvað mest áberandi í starfi flokksins þegar hún kom inn sem þingmaður í fjar­veru Ágústs Ólafs Ágústs­sonar, þegar hann tók sér hlé frá...

Eva gagnrýnir femínisma – „Í staðinn fyrir feðraveldið eru femínistar farnir að ákveða hvernig við eigum að lifa“

Eva Hauksdóttir gagnrýndi harðlega femínisma og ýmislegt fleira í samfélagsumræðunni í viðtalsþættinum Okkar á milli sem var á dagskrá RÚV í kvöld. Eva er aðgerðasinni, rithöfundur, ljóðskáld og laganemi. Hún var áberandi í búsáhaldabyltingunni. Eva skrifar mikið og kerfisbundið um samfélagsmál á vef sinn, norn.is. Sonur Evu, Haukur Hilmarsson, var mikill hugsjónamaður en hann er talinn...

Að banna óhugnanlegar skoðanir

Fram er komið frumvarp á Alþingi þess efnis að gert verði refsivert að afneita helförinni. Bann af þessu tagi kann að hafa þveröfug áhrif. Vekur upp grundvallarspurningar um tjáningarfrelsið. Á mínu fyrsta misseri í Háskóla Íslands sat ég áhugaverðan málfund. Tilefni fundarins var að nokkrir ungir menn höfðu stofnað Félag íslenskra þjóðernissinna og verið talsvert...

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi fékk nálgunarbann á mann vegna langvarandi áreitis og hótana: „Þetta hefur lagst þungt á mig og mína fjölskyldu“

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greindi frá því á borgarstjórnarfundi í kvöld að hún hefði nýlega fengið framlengt um eitt ár nálgunarbann á mann sem hefur áreitt hana um langa hríð. Hún fékk fyrst nálgunarbann á manninn síðastliðið sumar en hann rauf bannið í janúar og var það því framlengt um eitt ár. Marta veitti DV...

Björk segir útspil Bolla Kristinssonar ekki hafa verið stórmannlegt – „Orðum fylgja ábyrgð“

Í pistli eftir Björk Eiðsdóttur, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, fjallar hún um hatursorðræðu en pistillinn ber fyrirsögnina „Trump er víða“. Þar vísar hún til þess að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sætir nú ákæru þingsins fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á bandaríska þinghúsið en að auki er hann þekktur...

Brynjar skilur ekki hvað Friðjóni gengur til – Kæmi honum ekki á óvart ef skrifin kæmu frá Viðreisn

Friðjón R. Friðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri KOM ráðgjaf­ar, sem einnig hefur starfað sem kosningastjóri og PR-ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni sem vakti nokkurra athygli. Þar lýsti hann Sjálfstæðisflokknum á níunda og tíunda áratug seinustu aldar sem flokki framfara sem hafi fært Ísland „frá ör­birgð til auðlegðar“. Nú sé hann hins vegar flokkur sem virðist vera íhaldssamur og á móti...

Fréttir