Forseti Alþingis fundar aftur með þingflokksformönnum rétt fyrir þingfund

0
3

Forseti Alþingis fundaði með formönnum þingflokkanna stuttu fyrir hádegi í dag. Mun annar slíkur fundur eiga sér stað klukkan hálf þrjú til að fara yfir stöðuna – hálftíma áður en fyrsti þingfundur að loknu páskafríi á að hefjast. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir í samtali við Heimildina að það sé óvenjulegt að þingflokksformenn séu kallaðir á fund forseta þingsins rétt fyrir þingfund, á meðan þingflokksfundum stendur.

Segir hún að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, virðist ætla að halda sig við hefðbundna dagskrá þingsins. En samkvæmt þeirri dagskrá mun ríkisstjórnin flytja þó nokkur mál síðar í dag. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega af stjórnarandstöðunni í fjölmiðlum vegna þess að stjórnin flokkast í raun til starfsstjórnar, ekki eiginlegrar ríkisstjórnar.

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í samtali við Heimildina að Birgir hafi ekki slegið neitt út af borðinu á fundinum með þingflokksformönnunum í morgun. Forseta þingsins þætti ekkert athugavert við það að halda …

Kjósa

1

Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir