4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Fræga fólkið

Stjörnupör sem hafa staðist tímans tönn

Það er ekki sjálfgefið að sambönd séu langlíf, hvað þá í litríkum heimi Hollywood. Það hefur þó nokkrum pörum tekist hið ótrúlega og staðist tímans tönn. Mynd/Getty Tom Hanks og Rita Wilson Tom og Rita kynntust árið 1981 við tökur á þættinum Bosom Buddies. Á þeim tíma var Tom giftur en gat ekki neitað neistanum sem hann...

Mynd af Kendall Jenner í agnarsmáum G-streng gerði allt brjálað – Svarar fyrir sig

Raunveruleikadrottningin Kim Kardashian gaf út undirfatalínu Skims um helgina í tilefni Valentínusardagsins. Hún fékk tvær yngri systur sínar, Kendall Jenner og Kylie Jenner, til að sitja fyrir með sér í nærfötunum og hafa myndirnar vakið mikla athygli, sérstaklega ein mynd sem Kendall deildi sjálf. Á myndinni má sjá Kendall standa fyrir framan spegil í agnarsmáum...

Sjáðu svakalega sýningu The Weeknd í hálfleik Ofurskálarinnar – Eyddi sjálfur 900 milljónum í atriðið

Ofurskálin (e. Superbowl) var í gærkvöldi. Tampa Bay Buccaneers sigruðu Kansas City Chiefs með yfirburðum, 31-9 fyrir Tampa Bay. 25 þúsund áhorfendur voru á leiknum sem fór fram á Raymond James Stadium í Tampa. 7500 af þeim voru heilbrigðisstarfsfólk, sem hefur verið bólusett fyrir kórónuveirunni, og var boðið sérstaklega á leikinn. Ofurskálin er einn stærsti sjónvarpsviðburður...

Raunveruleikastjarna skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Raunveruleikastjarnan Kim Hartnett, 24 ára, skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið í svörtum kjól og er sögð hafa tekið „underboob“ á allt annað stig. News.au greinir frá. Margir þekkja Kim úr raunveruleikaþáttunum vinsælu Love Island. Þegar kemur að því að deila djörfum myndum þá er Kim enginn nýgræðingur, en nýjasta mynd hennar virðist slá öll met samkvæmt...

Frægustu fatamistök stjarnanna

Það er óhjákvæmilegt að gera stundum mistök þegar kemur að klæðnaði, það hjálpar ekki að vera ávallt undir vökulu auga fjölmiðla sem festa það á filmu. Þegar horft er til frægustu fatamistaka stjarnanna koma tvær geirvörtur við sögu en það hefur þótt gríðarlega mikið mál ef kvenkyns geirvarta slysast til að sjást. Svo eru það...

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir Fabio, ítölsku fyrirsætunni með löngu lokkana og bringu eins og hún hafi verið skorin úr stein? Nú, nánast fjórum áratugum seinna, er hann 61 árs en lítið annað hefur breyst. Fabio Lanzoni var einu sinni talinn vera kynþokkafyllsti maður í heimi. Hann ákvað að láta reyna fyrir sér sem fyrirsæta og flutti frá...

Manstu eftir dularfulla baðherbergisvaski Kim Kardashian – Svona virkar hann

Árið hefur heldur betur verið skrautlegt. Stærri sem og smærri mál vöktu athygli. Svo voru það furðulegu málin sem gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum, eins og baðhergisvaskar Kim Kardashian. Raunveruleikastjarnan veitti innsýn inn í glæsihýsi sitt í Kaliforníu í fyrsta sinn í myndbandi fyrir tímaritið Vogue í apríl. Fjölmargir klóruðu sér í höfðinu yfir baðherbergisvöskunum. Ástæðan...

Birtir áður óséða mynd úr brúðkaupinu

Fyrirsætan Hailey Bieber deilir áður óséðri mynd úr brúðkaupi sínu og eiginmanns hennar, söngvaranum Justin Bieber. Hailey var að birta alls konar myndir í Instagram Story í gærkvöldi. Hún gaf aðdáendum sínum tækifæri að leggja inn beiðni um hvers konar myndir þeir vildu sjá. Einn aðdáandi bað um að sjá áður óséða mynd úr brúðkaupi...

Manstu eftir 12 ára stelpunni sem sló í gegn í America‘s Got Talent – Svona lítur hún út í dag

Ein vinsælasta og eftirminnilegasta áheyrnarprufa America‘s Got Talent er prufa Grace Vanderwaal. Hún var aðeins tólf ára gömul þegar hún tók þátt árið 2016. Hún mætti ein á svið með ukulele og tókst að sigra hjörtu áhorfenda með frumfluttu lagi. Hún fékk gullhnappinn frá Howie Mandel og endaði með að vinna alla keppnina. Síðan þá hefur...

Tíu atriði sem þú vissir ekki um skærustu stjörnu Hollywood

Anya Taylor-Joy er ein eftirsóttasta leikkona heims um þessar mundir eftir að hafa leikið í Netflix-þáttunum The Queen’s Gambit. Þættirnir slógu áhorfsmet og virðast allir vera æstir í að vita meira um þessa frábæru leikkonu. Anya sem barn. Mynd/Instagram 1. Talaði spænsku sem barn Anya talar spænsku reiprennandi og lærði ekki ensku fyrr en hún var átta...

Fréttir