7 C
Grindavik
23. apríl, 2021
spot_img
spot_img

Frakkland

Franskir vínbændur fara illa út úr frostakafla

Í síðustu viku var næturfrost víða í Frakklandi og það í nokkrar nætur. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir vínbændur sem segja þetta versta frostakaflann, á þessum árstíma, áratugum saman. Frostið ógnar uppskeru í þekktustu og bestu vínframleiðsluhéruðum landsins. The Guardian segir að ríkisstjórnin sé nú að undirbúa björgunarpakka handa vínframleiðendum vegna þessa. Vínbændur segja að vínviðurinn hafi farið illa...

Forsætisráðherra Frakklands segir landið vera í þriðju bylgju heimsfaraldursins

Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði á þingi í gær að Frakkland væri nú í þriðju bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fjöldi nýrra smita er nú kominn yfir 25.000 þegar litið er á meðaltal síðustu sjö daga. Svo mörg dagleg smit hafa ekki greinst síðan í nóvember. Á þriðjudaginn tilkynntu frönsk stjórnvöld um 29.975 ný smit en það eru...

Þungir dómar yfir íslamistum í Frakklandi – Dæmdir til þyngri refsingar en saksóknari krafðist

Nýlega féllu dómar yfir þremur íslamistum í Strassborg í Frakklandi. Þeir höfðu í hyggju að fremja hryðjuverk en leyniþjónustan kom upp um þá áður en þeir gátu látið verða af fyrirætlunum sínum. Dómurum í málinu fannst svo mikil hætta stafa af mönnunum að þeir dæmdu þá til þyngri refsingar en saksóknari hafði krafist. Frakkarnir Hicham Makran og Yassine Bousseria voru dæmdir í 22 og 24...

Lögreglan óttast að eftirlýstur maður sé í Hong Kong og muni fremja „annan hrottalegan glæp“

Franska lögreglan telur að Karim Ouali, sem er á flótta undan henni, sé nú staddur í Hong Kong og segir að hann sé hættulegur öllum þeim sem verða á vegi hans. Lögreglan segist „99% viss um að hann muni fremja annan hrottalegan glæp“. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Ouali sé eftirlýstur fyrir morðið á Jean Meyer árið 2011. „Öllum sem verða á vegi hans...

Þrír lögreglumenn skotnir til bana í Frakklandi

Þrír lögreglumenn voru skotnir til bana nærri bænum Saint-Just, sem er nærri stórborginni Lyon, í nótt. Sá fjórði særðist. Le Parisien skýrir frá þessu. Fram kemur að 48 ára karlmaður hafi skotið lögreglumennina þegar þeir reyndu að frelsa konu sem hann hélt fanginni. ...

Ískaldur Frakki setti nýtt heimsmet

Það er óhætt að segja að Frakkinn Romain Vandendorpe sé ískaldur en hann á nú heimsmetið í að sitja í ís, sem nær upp að höfði, lengst allra. Honum tókst að sitja í glerbúri fullu af ísklumpum, sem þöktu allan líkamann upp að höfði, í tvær klukkustundir, 35 mínútur og 43 sekúndur. Vandendorpe, sem er 34 ára heilbrigðisstarfsmaður,...

Macron vill fleiri kjarnaofna og kjarnorkuknúið flugmóðurskip

Frakkar hafa pantað sex nýja kjarnaofna og nýtt kjarnorkuknúið flugmóðurskip. Þeir fara því aðrar leiðir en mörg nágrannaríki þeirra sem veðja á græna orku. Þjóðverjar eru til dæmis að draga úr notkun kjarnorku og Danir veðja á vistvæna og græna orku í framtíðinni. „Framtíð okkar í orku- og umhverfismálum mun byggjast á kjarnorku. Ég hef...

Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi

Frakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg...

Macron vill setja ákvæði um loftslagsmál í frönsku stjórnarskrána

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, vill að í fyrstu grein frönsku stjórnarskráarinnar komi fram að landið sé skuldbundið til að berjast gegn loftslagsbreytingunum og til að vernda náttúruna. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti fyrir borgararáð á mánudaginn um loftslagsmálin. Hann sagðist stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni til að koma þessu inn í...

Macron undir miklum þrýstingi – Boðar til friðarfundar

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna nýrra öryggislaga og mótmæla gegn þeim. Lögreglan og stjórnleysingjar, sem eru lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna, hafa tekist á um lögin og fleiri hafa einnig tekið þátt í mótmælum og átökum. Stjórnleysingjarnir, svokallaðir black blocs, eru vel þjálfaðir óróaseggir sem birtast í nær öllum mótmælum. Þeir beita skæruhernaði...

Fréttir

spot_img