6 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

heimsfaraldur kórónuveiru

Nýtt kórónuveiruafbrigði í Kaliforníu – Talið meira smitandi og valda alvarlegum veikindum

Vísindamenn hafa áhyggjur af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem hefur uppgötvast í Kaliforníu. Afbrigðið er nefnt B.1.427/B.1.429. Tvær rannsóknir, sem verða birtar fljótlega, benda til að afbrigðið sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og valdi jafnvel alvarlegri veikindum. CNN skýrir frá þessu.  Fram kemur að vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Francisco hafi rannsakað veirusýni víða að úr ríkinu og komist að því að...

„Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar.“

Bretum gengur ágætlega að bólusetja landsmenn og nú hafa um 16 milljónir fengið bóluefni. En heilbrigðisyfirvöld segja sigurinn ekki í höfn og sendu í vikunni frá sér aðvörun um að allt of margir láti blekkjast af röngum upplýsingum, sem eru settar fram á netinu, um faraldurinn og bóluefnin. „Við berjumst við tvo faraldra. Veiruna og rangar upplýsingar....

Hneyksli í Perú – Stjórnmálamenn tróðust fremst í bólusetningarröðina

487 manns, þar á meðal fyrrum forseti, ráðherra og embættismenn voru bólusettir gegn kórónuveirunni löngu áður en almenningi í Perú stóð til boða að fá bólusetningu. Þetta er mikið hneyksli og að vonum skekur það samfélagið þessa dagana. Francisco Sagasti, forseti landsins, skýrði frá þessu í ávarpi til þjóðarinnar á mánudagskvöldið. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að...

Finnar fara gegn leiðbeiningum um bólusetningu gegn kórónuveirunni – Vænta þess að bjarga mannslífum með því

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, mælir með því að þrjár vikur líði á milli þess sem fólk fær fyrri og síðari skammtinn af bóluefni Pfizerog BioNTech gegn kórónuveirunni. En Finnar hafa ákveðið að fara aðra leið og láta 12 vikur líða á milli skammtanna. „Við gerum þetta því það er skortur á bóluefnum og á sama tíma sjáum við aukna hættu...

Sprautunálaskortur gæti eyðilagt bólusetningaáætlun Japana fyrir Ólympíuleikana

Japönum gengur erfiðlega við að útvega sérstakar sprautunálar sem þarf að nota til að ná bóluefni gegn kórónuveirunni úr lyfjaglösum. Þetta gæti eyðilagt bólusetningaáætlun þeirra fyrir Ólympíuleikana sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Japönsk stjórnvöld skrifuðu í janúar undir samning við Pfizer um kaup á 144 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins. Það dugir til að bólusetja...

Glæpamenn græða á vonum fólks um bóluefni gegn kórónuveirunni

Nú eru nokkrar vikur síðan byrjað var að bólusetja Breta af fullum krafti gegn kórónuveirunni. Bólusetningarnar vekja að vonum vonir hjá fólki og hafa yfirvöld þurft að vara almenning við svikaskilaboðum, sem eru send sem smáskilaboð eða í tölvupósti, þar sem bóluefni eru boðin til sölu.   Glæpamenn hafa sent eldra fólki og fólki, sem á...

EuroStar rambar á barmi gjaldþrots – Bretar hafna því að ríkissjóður komi til aðstoðar

Bretar telja þetta vera á ábyrgð Frakka og Frakkar telja þetta vera á ábyrgð Breta. Hér er átt við lestarfyrirtækið EuroStar sem heldur uppi lestarsamgöngum á milli Lundúna, Parísar og Brussel um Ermarsundgöngin. Fyrirtækið á í svo miklum rekstrarerfiðleikum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar að ef ekkert verður að gert verður það gjaldþrota innan nokkurra mánaða. EuroStar rekur háhraðalestir sem þjóta...

Ryanair segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu

Lággjaldaflugfélagið Ryanair býst við erfiðu rekstrarári og segist hugsanlega tapa 1 milljarði evra á árinu. Talsmenn fyrirtækisins segja að ESB verði að auka hraðann í bólusetningum gegn kórónuveirunni en veiran hefur farið illa með Ryanair eins og flest önnur flugfélög. Farþegafjöldinn hjá félaginu dróst saman um 78% á síðasta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tíma 2019. Félagið segir að...

Herða baráttuna gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum

Nú er um eitt ár síðan kórónuveirufaraldurinn braust út í Bandaríkjunum. Nú eru fyrstu merki þess að stjórn sé að nást á faraldrinum farin að sjást þótt þau séu ekki stór. Það er kominn gangur í bólusetningar en pólitísk átök um hver ber ábyrgðina á að nú hafa 25 milljónir manna smitast af veirunni...

Milljónamæringur tróðst fram fyrir í bólusetningarröðinni – Er að verða honum dýrkeypt

Kanadíski milljónamæringurinn Rodney Baker og eiginkona hans, Ekaterina, voru nýlega sektuð um 2.300 kanadíska dollara fyrir brot gegn lýðheilsureglum. Þau flugu til afskekkts þorps til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þau tróðu sér þar fram fyrir gamalt fólk af frumbyggjaættum sem átti að fá bólusetningu. The Guardian segir að hjónin hafi leigt sér flugvél til að flytja þau til Beaver Creek, sem...

Fréttir