7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Heyrt á göngunum

Allt fyrir öryggið!

Nú er Hrafn Sveinbjarnarsson í landi, kom í gærdag og stefnt er að því að fara aftur á miðin í dag mánudag og þá tekur Valsgengið við af Stjánagengi. Að sjálfsögðu eru allir þeir sem um borð fara í þessa jólaveiðiferð skimaðir fyrir hinni skæðu kórónaveiru sem hefur tröllriðið heimsbyggðinni þetta árið. Er þetta orðið alvanalegt hjá Þorbirninum sem gerir út skipið. Svo alvanalegt að öryggisstjórinn sjálfur sem var áður aðstoðarmaður hjúkrunarfræðings sem áður tók sýnin,...

Cheerios bolurinn?

Styttist í að þessari veiðiferð ljúki. Hefur gengið alveg þokkalega að finna fisk og ætla má að hjátrúin með Cheerios bolinn sem Stjáni skipsstjóri hefur ekki farið úr allann túrinn (og er farinn að lykta einkennilega😷) eigi sinn þátt í ágætri veiði. Hver veit?? Annars verðum við í landi nk. mánudag og erum við þá komnir í jólafrí🎅🏻 Mun svo Valsgengi taka við og taka jóla túrinn. Spurning í hvernig bol Valur verður í🤔...

Snjalltækjabann i borðsalnum!

„Já, mér er alveg sama hvað þið segið, það er blátt bann við allri notkun hverskyns snjalltækja í borðsalnum meðan matmálstími stendur yfir! Menn eiga að vera algjörlega uppteknir af matnum sem er á borðum, sem ég elda og það þýðir ekkert að láta eiginkonur, kærustur, hvað þá Facebook eða Tinder stela athyglinni frá matnum, það get ég ekki liðið. Þess vegna er þetta snjalltækjabann algjört og ófrávíkjanlegt af minni hálfu, nema ef vera skyldi...

Hvar er nuddrúllan!

Dularfullt hvarf nýju nuddrúllurnar... Í byjun þessarar veiðiferðar kom um borð tæki nokkurt sem mýkja átti stirða vöðva og lina bólgur sem hrjáð hafa skipverja, sérstaklega þá sem stunda ræktina af kappi. Þessi nuddrúlla er þeim eiginleika gædd að innihalda víbring mikinn til þægindarauka og til að auka vellíðan.. Það má segja að þetta sé einn stór og mikill víbrator með mikla virkni. Nú er svo komið að einhver virðist hafa misskilið þetta og tekið rúlluna til einkanota...

Smákökur fyrir jólin

Binni stýrimaður er mikið fyrir smákökur. Nú er að ganga í garð sá tími sem smákökur eru á hvers manns borðum alveg fram að jólum. Þar sem Binni er á sjó í desember missir hann af þessum skemmtilegu og bragðgóðu tímum og því hefur hann tekið forskot á sæluna. Blm leit við hjá Binna í amstri hversdagsins og viti menn ... Auðvitað var boðið uppá smákökur, hvað annað. Aðspurður hvort hann væri duglegur að baka,...

Þetta hefur verið hreint helvíti!

Viðtal dagsins er við Val Pétursson skipstjóra. „Þetta viðtal verður vonandi öðrum víti til varnaðar“ sagði hann er blm fór þess á leit við hann að birta viðtal við hann. Ástæða viðtalsins er margra ára þrautaganga Vals við það að reyna að hætta að reykja. Sagan hefst síðla árs 1997 er Valur tekur þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að reykja. „Börnin voru að koma og ég hafði í nógu öðru að snúast en að reykja...

Mikil upphefð að vera yfirbaader

  Í  makríltúr sl sumar gerðist það að Auðunn Ófeigur var gerður að baadermanni. Var Auddi upp með sér af tilinum en ekki leið á löngu þar til að löngun til frekari frama varð öllu öðru yfirsterkari. Færði hann það í tal við Bibba baader hvort hann mætti ekki vera yfirbaader, honum þætti það tilhlýðilegt og var það góðfúslega veitt. Uppveðraðist Auddi allur við þetta og bað um að mynd yrði tekin af sér við „flökunarvélina“...

Gaman þegar vel veiðist…

Það er alltaf gaman þegar vel veiðist, það hefur gengið þokkalega í þessum túr. Hér eru nokkrar  myndir  úr  yfirstandandi  veiðiferð  hjá  Stjánagengi

Stjána gengi…

Nú er Stjána gengi í sínum síðasta túr á þessu ári og eftir því sem fregnir herma gengur þeim vel. Þeir verða í landi 30 nóvember og eru þá komnir í jólafrí sem er ábyggilega kærkomið. Þar sem fréttaritari er ekki á sjó með þessum köppum er kannski lítið um fréttir af þeim, því þiggjum við allar myndir og fréttir af lífinu hjá þeim um borð til að birta hér á síðunni

Cheerios bolurinn…

Kristján Ólafsson skipstjóri Stjána gengisins er afar hrifinn af cheerios morgunkorninu sem hann innbyrðir af bestu lyst alla morgna. Kveður svo rammt að þessu að honum áskotnaðist bolur merktur þessu morgunkorni og eftir það klæðist hann honum ætíð þegar vel fiskast. Vill hann meina að þetta haldist í hendur, bolurinn og fiskirí. Eitt er þó víst að Stjáni heldur mikið uppá bolinn og það er sérstök athöfn þegar bolurinn er settur í þvottavél. Hann...

Fréttir