7.3 C
Grindavik
24. október, 2021
spot_img
spot_img

Heyrt á göngunum

Til hamingju með daginn sjómenn!

Krumminn óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra allra heilla á sjómannadaginn. Þetta eru sannarlega hetjur hafsins!

Gos um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK

Þessa dagana er ekki þverfótað fyrir fréttum af gosi og aftur gosi. Við hérna um borð í Hrafni Sveinbjarnar erum sallarólegir yfir þessu gosi öllu sem tröllríður öllu þessa dagana. Hér um borð er nóg gos og ekki þarf að stika einhverjar gönguleiðir að því, menn vita nákvæmlega hvar það er og hvernig á að komast að því. Hins vegar eru menn ekki sérlega mikið fyrir að eyða löngum stundum að horfa á gosið, menn...

Það var víst eitrað fyrir mér!!

Eins og glöggir lesendur tóku eftir þá lagðist Brynjólfur stýrimaður í koju og mætti ekki á vakt sem þótti einsdæmi. Enginn annar fékk þessa gubbupest og Binni hefur verið mjög hugsi undanfarið. Nýjasta útspilið hjá honum er það að það hafi hreinlega verið eitrað fyrir sér og hann gruni Dóra fornvin sin um þann verknað. Dóri hefur lengi viljað komast í einn af fjölmörgum matarklúbbum sem Binni er í en Binni hefur barist á...

Svo mikil drulla í sjónvarpinu!

Er einn skipverji var að sýsla í þvottahúsinu hér um borð, þar með talið að færa þvott úr þvottavél yfir í þurrkara brá honum heldur í brún. Út úr þvottavélinni kom sjónvarpsfjarstýring sem virtist við fyrstu sýn vera úr einum klefanum hér um borð. Þegar gengið var á menn og auglýst eftir eiganda kom í ljós að yfirstýrimaðurinn Brynjar var eigandinn. Aðspurður sagðist hann hafa fengið yfir sig nóg af ógeðslegu og viðbjóðslegu efni í sjónvarpinu...

Stórtíðindi…. Binni lagstur!

Krumminn flytur ykkar alltaf glóðvolgar fréttir, og er alltaf með puttann á púlsinum þegar eitthvað fréttnæmt gerist. Þau stórtíðindi bárust nú í morgunsárið að Brynjólfur stýrimaður væri lagstur, þe hann mætti ekki á vaktina sökum veikinda. Það hefur ekki gerst í manna minnum að Binna hafi vantað á vakt og því verður að telja þetta til stórtíðinda. Sér í lagi þar sem hann hefur verið manna ötulastur við að gera góðlátlegt grín af þeim sem...

Hvar er Valli?

Vélstjórarnir um borð í Hrafni hafa yfirleitt í nógu að snúast alla túra og inniverur líka. Það er nú einu sinni þannig að vélstjórarnir eru okkar hægri hönd í vinnslunni og svo er einnig um þá í brúnni. En það er mikill munur á Valla vélstjóra og teiknifígúrunni Valla að það þarf aldrei að leita að Valla, hann er alltaf sýnilegur og boðinn og búinn eins og allir hinir vélstjórarnir að aðstoða ef eitthvað er. "Við...

Alltaf í stuði….. eða þannig

Nú nýverið kom Hrafn Sveinbjarnarsson í land vegna bilunar. Enn einu sinni var það rafallinn sem ekki gekk á öllum eins og sagt er. Er þetta í 3ja sinn á 14 mánuðum sem þetta gerist. Var farið yfir málin í Hafnarfjarðahöfn og komist að þeirri niðurstöðu að rafallinn væri ónýtur.   Nýjustu fréttir herma að nýr rafall sé á leiðinni til landsins en Hrafn lét úr höfn sl föstudag og hélt aftur til veiða. Það þýðir...

Gleðilegt nýtt ár! 🍾🍾🍾

Krumminn - Óháður fréttamiðill óskar öllum þess að eiga gleðilegt nýtt ár framundan! Takk fyrir það liðna...

Stórtíðindi úr vaktklefa vélstjóranna!

Þau stórtíðindi bárust nú um jólavertíðina að vélstjórunum hefði bæst góður liðsauki í vaktklefann. Er um að ræða nýjan stól sem hýsir vakthafandi vélstjóra hverju sinni, en gamli stóllinn var aðframkominn eftir dygga þjónustu mörg undanfarin ár. Hann kastaði inn handklæðinu nú fyrir jólin og var umsvifalaust fenginn nýr arftaki hins dygga stóls. Gamli stóllinn hafði þolað margan barninginn og margar sveiflurnar í gegnum tíðina og eru honum þökkuð hin góða þjónusta. Eins og myndin sýnir...

Gleðilega hátíð!

Krumminn óskar lesendum sínum svo og landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegta jóla! 🎄

Fréttir

spot_img