Krumminn flytur ykkar alltaf glóðvolgar fréttir, og er alltaf með puttann á púlsinum þegar eitthvað fréttnæmt gerist. Þau stórtíðindi bárust nú í morgunsárið að...
„Já, mér er alveg sama hvað þið segið, það er blátt bann við allri notkun hverskyns snjalltækja í borðsalnum meðan matmálstími stendur yfir!
Menn eiga...
Dularfullt hvarf nýju nuddrúllurnar...
Í byjun þessarar veiðiferðar kom um borð tæki nokkurt sem mýkja átti stirða vöðva og lina bólgur sem hrjáð hafa skipverja,...
Krumminn flytur ykkar alltaf glóðvolgar fréttir, og er alltaf með puttann á púlsinum þegar eitthvað fréttnæmt gerist. Þau stórtíðindi bárust nú í morgunsárið að...
„Já, mér er alveg sama hvað þið segið, það er blátt bann við allri notkun hverskyns snjalltækja í borðsalnum meðan matmálstími stendur yfir!
Menn eiga...
Dularfullt hvarf nýju nuddrúllurnar...
Í byjun þessarar veiðiferðar kom um borð tæki nokkurt sem mýkja átti stirða vöðva og lina bólgur sem hrjáð hafa skipverja,...
Þau válegu tíðindi bárust að afloknum litlu jólunum hér um borð að bilun hefði orðið í framleiðslu heita vatnsins og yrði lítið sem ekkert heitt vatn fram að jólum.
Um borð eru tvær heitavatnsdælur sem sjá til þess að heitt vatn komist í krana og sturtur skipverja en nú er fyrirsjáanleg skömmtun þar sem þær eru báðar bilaðar.
“Þetta hefur aldrei gerst áður á mínum sjómannsferli að báðar dælurnar bili á sama tíma og spannar hann nú...
Eins og fram hefur komið voru haldin litlu jólin um borð í kvöld. Einn er sá sem hefur hlakkað hvað mest til og beðið óþreyjufullur eftir þessum árvissa viðburði. Það er hann Auðunn okkar sem hoppaði hæð sína í loft upp þegar ákvörðunin var tekin um að hafa það í kvöld. Hann tók sig til og rakaði sig en skildi eftir yfirvaraskeggið og vildi endilega “looka” fyrir kvöldið.
Auðunn er mikið jólabarn og sést það...
Loksins loksins eftir langa bið komu loks litlu jólin hér um borð, stund sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, sumir svo mikilli að þeir gátu ekki sofið síðustu frívaktir
Allir fengu pakka og voru margir gríðarspenntir að opna og kíkja í pakkann
Krumminn mun fjalla meira um þessi litlu covid jól á næstu dögum...
Fyrirhugað er að halda litlu jólin hér um borð í kvöld föstudag. Er ekki hægt að segja annað en að spennan stigmagnist siðustu daga og eru sumir orðnir yfirspenntir, því heyrst hefur að allir fái pakka!
Búið er að gera fínt í brúnni, búið að setja upp jólaseríu og allt og eru allir orðnir yfir spenntir og hlakka mikið til kvöldsins.
Mun blm gera sitt besta í að mynda og segja frá því sem að höndum...
Það hefur ekki farið hátt en hér um borð er starfrækt harðfiskvinnsla sem nýtur gífurlegrar vinsældar og velvildar meðal skipverja. Viðar vélstjóri hefur veg og vanda af þessari vinnslu sem hentar einkar vel á vinnustað sem þessum. Það verður að segjast eins og er að blm hefur sjaldan bragðað betri harðfisk og hefur hann nú smakkað hann margan. Aðspurður um leyndarmálið við gerð þessa góða fisks, var Viðar hógvær og vildi litið gefa upp...
Hér gefur að líta myndband sem tekið var upp hér um borð núna nýlega. Það hefur löngum þótt sérlega skemmtilegt að atast í kokknum og Jói kokkur er aðalviðfangsefni Vals skipstjóra en eins og kunnugir vita þá er Valur hrekkjalómur mikill. Hann kastaði járndunk eftir golfinu og viðbrögðin sjáið þið í myndbandinu 🤪
Sl laugardag kom út aukablað Morgunblaðsins sem fjallar um sjávarútveg. Er engum blöðum um það að fletta að þar innanborðs var grein um Hrafn Sveinbjarnarson GK 255, sem er aðalvígi og heimaslóð Krummans. Getur ritstjórn Krummans ekki litið öðruvísi á þetta en mjög gróflega aðför að þessari vefútgáfu sem stendur algerlega á eigin fótum meðan Morgunblaðið er á ríkisspenanum
Heyrst hefur að eftir að Krumminn hóf göngu sína hafi verið kallað til krísufundar í Hádegismóum...
Undanfarna daga hefur verið afar lélegt netsamband þar sem við á Hrafni Sveinbjarnar höfum verið að veiða. Hefur ritstjóri gríðarlegar þungar áhyggjur af þessu þar sem hriktir í grunnstoðum útgáfunnar sökum þessa. Það segir sig sjálft að þegar ekki er hægt að koma bráðnauðsynlegum fréttum í loftið minnkar áhugi almennings að fylgjast með mjög svo spennandi lífi sjómanna hér um borð.
Hefur ritstjóri ýjað að þessu við Val skipstjóra sem brást hinn versti við og...
Þegar rólegt er á miðunum gera menn sér ýmislegt til dundurs meðan engin er vinnsla. Helgi Jökull bátsmaður og Sveinn Ingvar netamaður æfa golf í gríð og erg til að vera í sem bestu formi þegar golfvertíðin hefst fyrir alvöru. Eru þeir búnir að koma sér upp golfhermi í stakkageymslunni, slá þar ótt og títt út í loftið og svo heyrist með reglulegu millibili fuglakvein og menn sem ekki þekkja til, halda að það...
Hér um borð er að nálgast neyðarástand svo ekki sé fastar að orði komist. Allir orkudrykkir skipsins eru uppurnir og túrinn bara rétt hálfnaður! Menn eru í kvíðakasti yfir komandi dögum og uggandi hvernig þeir eigi að komast í gegnum þá orkudrykkjalausir.
Geir baader hefur af þessu gríðarmiklar áhyggjur. “Þetta er það eina sem ég drekk að einhverju ráði hér um borð, nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð hvað ég á að drekka út...